fbpx
Föstudagur 30.september 2022
433Sport

Umboðsmaðurinn í Frakklandi sem ýtir sterklega undir orðróma

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 09:14

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska félagið Nice hefur áhuga á Nicolas Pepe, kantmanni Arsenal. Foot Mercato segir frá.

Pepe kom til Arsenal frá Lille fyrir þremur árum síðan. Greiddi Arsenal 72 milljónir punda fyrir og gerði Fílbeinstrendinginn að dýrasta leikmanni í sögu félagsins.

Hann hefur hins vegar engan veginn staðið undir væntingum í Norður-Lundúnum og gæti nú farið.

Fari Pepe til Nice verður það á láni.

Viðræður eru þegar hafnar og gætu skiptin því klárast á næstunni.

Það sem ýtir undir fregnirnar er að umboðsmaður Pepe, Luois Ferrer, sást á heimavelli Nice á dögunum.

Pepe hefur verið ónotaður varamaður í fyrstu tveimur leikjum Arsenal það sem af er þessarar leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni, í sigrum gegn Crystal Palace og Leicester.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot í fyrra

Ákærður fyrir kynferðisbrot í fyrra
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eiður Smári: „Ég nenni ekki að spá í því“

Eiður Smári: „Ég nenni ekki að spá í því“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslenskar getraunir setja nýjan leik í loftið – Tippaðu á markaskor

Íslenskar getraunir setja nýjan leik í loftið – Tippaðu á markaskor
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið United í stórleiknum – Ein breyting hjá Ten Hag

Líklegt byrjunarlið United í stórleiknum – Ein breyting hjá Ten Hag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óhugnanlegt innbrot hjá leikmanni Liverpool – Var heima með unnustu og litlu barni sínu

Óhugnanlegt innbrot hjá leikmanni Liverpool – Var heima með unnustu og litlu barni sínu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ný myndbirting kemur fólki í opna skjöldu eftir fréttir síðustu daga – U-beygja hjá stjörnuparinu?

Ný myndbirting kemur fólki í opna skjöldu eftir fréttir síðustu daga – U-beygja hjá stjörnuparinu?
433Sport
Í gær

Southgate segist ekki vera heimskur – ,,Af hverju er ég öðruvísi?“

Southgate segist ekki vera heimskur – ,,Af hverju er ég öðruvísi?“
433Sport
Í gær

Sara Björk skoraði er Juventus komst í riðlakeppnina

Sara Björk skoraði er Juventus komst í riðlakeppnina