fbpx
Föstudagur 30.september 2022
433Sport

Stríð innan herbúða United – Eigandinn og knattspyrnustjórinn ósammála

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 14:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt enskum götublöðum er stríð innan herbúða Manchester United vegna Cristiano Ronaldo.

Ronaldo hefur verið orðaður burt frá United í allt sumar. Portúgalinn vill spila í Meistaradeild Evrópu, eitthvað sem liðið getur ekki boðið honum eftir vonbrigði á síðustu leiktíð.

Ronaldo hefur verið orðaður við fjölda stórliða um allan heim en ekkert þeirra virðist til í að taka sénsinn á honum.

Erik ten Hag, stjóri liðsins, er pirraður á gangi mála, þar sem Ronaldo virðist dreifa slæmu andrúmslofti um búningsklefann á Old Trafford. Leikmannahópurinn er sagður tvískiptur vegna Portúgalans.

Hins vegar vill eigandi United, Joel Glazer, alls ekki selja Ronaldo vegna þeirra markaðstækifæra sem hann býður upp á. Ronaldo er auðvitað ein stærsta knattspyrnustjarna heims.

Þá eru stjórnarformaðurinn, Richard Arnold, og yfirmaður fótboltamála, John Murtough ósammála um hvað eigi að gera með Ronaldo.

United hefur byrjað tímabilið afleitlega. Liðið tapaði 1-2 gegn Brighton í fyrstu umferð og um helgina tapaði það 4-0 gegn Brentford.

Ronaldo byrjaði leikinn gegn Brentford en kom inn af bekknum gegn Brighton.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot í fyrra

Ákærður fyrir kynferðisbrot í fyrra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eiður Smári: „Ég nenni ekki að spá í því“

Eiður Smári: „Ég nenni ekki að spá í því“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslenskar getraunir setja nýjan leik í loftið – Tippaðu á markaskor

Íslenskar getraunir setja nýjan leik í loftið – Tippaðu á markaskor
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið United í stórleiknum – Ein breyting hjá Ten Hag

Líklegt byrjunarlið United í stórleiknum – Ein breyting hjá Ten Hag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óhugnanlegt innbrot hjá leikmanni Liverpool – Var heima með unnustu og litlu barni sínu

Óhugnanlegt innbrot hjá leikmanni Liverpool – Var heima með unnustu og litlu barni sínu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ný myndbirting kemur fólki í opna skjöldu eftir fréttir síðustu daga – U-beygja hjá stjörnuparinu?

Ný myndbirting kemur fólki í opna skjöldu eftir fréttir síðustu daga – U-beygja hjá stjörnuparinu?
433Sport
Í gær

Southgate segist ekki vera heimskur – ,,Af hverju er ég öðruvísi?“

Southgate segist ekki vera heimskur – ,,Af hverju er ég öðruvísi?“
433Sport
Í gær

Sara Björk skoraði er Juventus komst í riðlakeppnina

Sara Björk skoraði er Juventus komst í riðlakeppnina