fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Mikael hjólar í FH – Telur að Eiður Smári þurfi að fara

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson, sérfræðingur Þungavigtarinnar, telur að FH þurfi að skipta um þjálfara hjá karlaliði sínu.

Eiður Smári Guðjohnsen tók við FH fyrr í sumar af Ólafi Jóhannessyni, sem var látinn taka poka sinn fyrir slæmt gengi.

Gengi Hafnfirðinga hefur hins vegar versnað enn frekar eftir þjálfarabreytinguna. Liðið er í bullandi fallhættu.

„Það þarf að skipta um þjálfara. Þú nærð ekki að skipta leikmönnunum út,“ segir Mikael í þættinum.

FH tapaði síðasta leik gegn ÍBV, 4-1. Mikael gagnrýnir frammistöðuna í þeim leik harðlega.

„Andleysið er algjört. Þjálfararnir segjast ætla að fara í stríð. Ef þetta er stríð þá veit ég ekki hvað,“ segir hann um leikinn.

„Þetta eru einstaklingar, ekki lið. Ef ég væri þjálfari FH myndi ég segja af mér,“ segir Mikael Nikulásson, sérfræðingur Þungavigtarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche