fbpx
Föstudagur 30.september 2022
433Sport

Heimsfrægur leikari reyndi að sannfæra hann um að koma til Bandaríkjanna

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 18:55

Bale

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn heimsfrægi Will Ferrell sendi vængmanninum Gareth Bale skilaboð áður en sá síðarnefndi gekk í raðir LAFC í Bandaríkjunum í sumar.

John Thorrington, forseti bandaríska félagsins, greinir frá þessu en Ferrell er nafn sem flestir munu kannast við úr kvikmyndabransanum.

Hann hefur leikið í fjölmörgum gamanmyndum í gegnum árin og er gríðarlega vinsælt nafn í Hollywood.

Ferrell er hluti af eigendahópi LAFC og vildi mikið fá Bale til félagsins en hann er einnig mikill áhugamaður um fótbolta.

Bale ákvað að lokum að taka skrefið til Bandaríkjanna og hver veit hvort skilaboð Ferrell hafi eitthvað með það að gera.

,,Ég man ekki nákvæmlega hvenær samræðurnar áttu sér stað en hann fékk persónuleg skilaboð frá Will Ferrell,“ sagði Thorrington.

,,Við erum með magnaða eigendur sem eru mjög ákveðnir í að ná ákveðnum og settum markmiðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot í fyrra

Ákærður fyrir kynferðisbrot í fyrra
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eiður Smári: „Ég nenni ekki að spá í því“

Eiður Smári: „Ég nenni ekki að spá í því“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslenskar getraunir setja nýjan leik í loftið – Tippaðu á markaskor

Íslenskar getraunir setja nýjan leik í loftið – Tippaðu á markaskor
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið United í stórleiknum – Ein breyting hjá Ten Hag

Líklegt byrjunarlið United í stórleiknum – Ein breyting hjá Ten Hag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óhugnanlegt innbrot hjá leikmanni Liverpool – Var heima með unnustu og litlu barni sínu

Óhugnanlegt innbrot hjá leikmanni Liverpool – Var heima með unnustu og litlu barni sínu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ný myndbirting kemur fólki í opna skjöldu eftir fréttir síðustu daga – U-beygja hjá stjörnuparinu?

Ný myndbirting kemur fólki í opna skjöldu eftir fréttir síðustu daga – U-beygja hjá stjörnuparinu?
433Sport
Í gær

Southgate segist ekki vera heimskur – ,,Af hverju er ég öðruvísi?“

Southgate segist ekki vera heimskur – ,,Af hverju er ég öðruvísi?“
433Sport
Í gær

Sara Björk skoraði er Juventus komst í riðlakeppnina

Sara Björk skoraði er Juventus komst í riðlakeppnina