Divock Origi er formlega genginn til liðs við AC Milan frá Liverpool. Hann gengur til liðs við Ítalíumeistaranna á frjálsri sölu.
Origi skrifar undir fjögurra ára samning við Milan.
Belginn hafði verið á mála hjá Liverpool síðan 2014. Hann skoraði mörg mikilvæg mörk fyrir félagið. Til að mynda í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2019 gegn Tottenham.
Origi fer til Milan í leit að spiltíma en hann var yfirleitt í aukahlutverki hjá Anfield.
Framherjinn skoraði 41 mark í 175 leikjum fyrir Liverpool.
Official Statement: @DivockOrigi ➡️ https://t.co/tIqImpddjT
Comunicato Ufficiale: Divock Origi ➡️ https://t.co/DavAjoDHeK#ReadyToLeaveAMark #SempreMilan pic.twitter.com/yLjLrju31A
— AC Milan (@acmilan) July 5, 2022