fbpx
Sunnudagur 07.ágúst 2022
433Sport

Gabriel Jesus orðinn leikmaður Arsenal

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 4. júlí 2022 07:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal hefur staðfest að sóknarmaðurinn Gabriel Jesus hafi gengið til liðs við félagið frá Englandsmeisturum Manchester City. Kaupverðið hljóðar upp á 45 milljónir punda og talið er að Jesus hafi skrifað undir fimm ára samning.

Jesus kemur sem áður sagði til Arsenal frá Manchester City þar sem hann hefur eytt síðastliðnum fjórum og hálfu ári. Hann spilaði 236 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim leikjum 95 mörk.

Jesus mun spila í treyju númer 9 hjá Arsenal og er fjórðu kaup félagsins í yfirstandandi félagsskiptaglugga.

,,Ég er mjög spenntur,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal eftir að Jesus var kynntur sem leikmaður félagsins. ,,Félagið hefur gert frábæra hluti með því að ná í leikmann af þessu gæðastigi. Ég þekki Gabriel mjög vel persónulega og auk þess hefur hann orðspor úr ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur náð miklum árangri. 

,,Þetta er staða sem við höfum haft á radarnum hjá okkur í langan tíma og við höfum nælt í leikmanninn sem við vildum fá í þessa stöðu. Ég er mjög ánægður.“ 

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarlið Everton og Chelsea – Sterling byrjar

Byrjunarlið Everton og Chelsea – Sterling byrjar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal tekur mjög óvænt skref

Fyrrum leikmaður Arsenal tekur mjög óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjunarliðin í ensku úrvalsdeildinni: Kane og Son byrja í London

Byrjunarliðin í ensku úrvalsdeildinni: Kane og Son byrja í London
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stóðst ekki próf Ten Hag í sumar

Stóðst ekki próf Ten Hag í sumar
433Sport
Í gær

Saliba eftir fyrsta leikinn: Hef beðið lengi eftir þessu

Saliba eftir fyrsta leikinn: Hef beðið lengi eftir þessu
433Sport
Í gær

Sævar Atli hetjan í ótrúlegri endurkomu

Sævar Atli hetjan í ótrúlegri endurkomu