fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Arnar Þór ræddi vandamálið sem blasir við – „Það er ekkert leyndarmál“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 09:30

Arnar Þór Viðarsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland hefur misst marga leikmenn úr bestu deildum Evrópu í karlaflokki í sumar. Frá síðustu leiktíð eru Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Albert Guðmundsson, Arnór Sigurðsson og Bjarki Steinn Bjarkarson allir farnir úr fimm bestu deildunum, efstu deildum Englands, Spánar, Ítalíu, Þýskalands og Frakkalands.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands og yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, ræddi þessa þróun í samtali við Fréttablaðið.

„Við vitum að það helst í hendur þegar leikmaður er kominn á sinn besta stað á sínum ferli að þá spilar hann iðulega í sterkari deild, það er yfirleitt ekki þegar menn eru mjög ungir og þegar leikmenn fara svo að eldast taka þeir gjarnan skrefið til baka,“ segir Arnar.

Það skiptir máli fyrir A-landsliðs karla að menn spili í sterkustu deildunum, segir Arnar. „Það er ekkert leyndarmál, það er samasemmerki á milli þess að því fleiri leikmenn sem Ísland á í fimm sterkustu deildunum að þeim mun betra verður landsliðið okkar. Leikmenn í þessum deildum spila á hærra tempói og eru í besta fótboltanum í Evrópu, sem er besti fótbolti í heimi. Við sem þjálfarateymi sjáum alveg mun á því þegar við skoðum marga af okkar andstæðingum, ég get nefnt Norður-Makedóníu, Rúmeníu, Albaníu og Finnland sem dæmi. Það eru lið sem eru ekki með stærstu stjörnur fótboltans en eru með marga leikmenn í þessum topp fimm deildum og það hjálpar.“

Arnar hefur þó fulla trú á að íslenskir leikmenn mæti aftur í bestu deildirnar á komandi árum. „Við viljum auðvitað hafa sem flesta í þessum deildum og ég hef reyndar fulla trú á því að það muni breytast mjög fljótt. Við eigum marga mjög efnilega leikmenn sem hafa burði til þess að stíga skrefið í þessar deildir á næstu árum. Andri Lucas er að koma sér á mjög góðan stað í Svíþjóð, þar fær hann að spila og getur þróað sig sem leikmaður. Hákon Arnar og Ísak Bergmann eru á frábærum stað í Kaupmannahöfn. Markverðirnir okkar eru á mjög góðum stað, þessir leikmenn eru á stað til að sýna sig og sanna að þeir geti tekið skrefið í sterkari deildir. Þetta er ekki ólíkt því sem við sáum með Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg og Sverri Inga sem voru að spila í Belgíu og Hollandi á þessum aldri og tóku svo skrefið áfram.“

Arnar nefnir jafnframt að þó ekki séu margir leikmenn á hæsta stigi séu nokkrir hjá stórum félögum. „Við eigum Rúnar Alex, sem er í risastórum klúbbi, Mikael Egill er á góðum stað. Svo er annað sem við getum ekki skautað fram hjá, það er líka gott að vera í aðeins minni deild og vera í mjög stórum klúbbi. Sverrir er hjá PAOK í Grikklandi sem er mjög stór klúbbur, Hörður Björgvin hjá Panathinaikos, sem er mjög stór klúbbur. FCK og Midtjylland eru stórir klúbbar í Danmörku. Það er líka stórt að vera í svona félögum og taka þátt í Evrópukeppnum.“

Nánar er rætt við Arnar í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar