fbpx
Föstudagur 12.ágúst 2022
433Sport

Þrumuræða Arnars Sveins eftir brottrekstur gærdagsins – „Betra að hann fari og enginn taki við, ég var bara þar“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. júlí 2022 10:34

Arnar Sveinn Geirsson. Skjáskot: YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson var í gær látinn fara frá Val eftir slæmt gengi liðsins á tímabilinu. Ólafur Jóhannesson er tekinn við á nýjan leik. Arnar Sveinn Geirsson, fyrrum leikmaður félagsins og formaður leikmannasamtakanna, tjáði sig um málið í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær.

Valur er í fimmta sæti deildarinnar með 20 stig, fjórtán stigum á eftir toppliði Breiðabliks.

„Þetta átti að gerast miklu fyrr, það er bara þannig. Þetta bara gekk ekki upp, virkaði ekki. Ég held að vandamálið liggi miklu dýpra í þessum klúbbi mínum en að Heimir sé vandamálið, það er miklu meira sem félagið þarf að skoða,“ segir Arnar Sveinn.

Hann segir að það hafi ekki bara verið árangurinn sem var slakur. „Þeir voru að spila ömurlegan fótbolta. Ég sé engar framfarir á liðinu frá því allt síðasta tímabil, sem var ömurlegt að horfa á, það var ekkert jákvætt í gangi. Svo þegar við komum inn í þetta tímabil fannst mér við á nákvæmlega sama stað. Eftir situr að þú ert með lélegan árangur og lélegan fótbolta.“

„Ég held að það geti líka bara verið ansi erfitt fyrir hóp eins og Valshópurinn er, að horfa á Víkinga og Blika vera að spila þennan fótbolta, þennan jákvæða og skemmtilega fótbolta, vera að skora mörk og sækja og sjá síðan hvar þú ert, að vera að harka á móti Keflavík eða ÍBV. Þú ert ekki með neitt plan, ekkert jákvætt í gangi. Missirðu ekki bara pínu trúna?“

Gengi Vals í upphafi tímabils var ágætt, það var þó aðallega tilviljun segir Arnar. „Mér fannst við vera að lifa á lyginni einni alveg frá því í upphafi. Ég sá alls konar veikleika og við vorum að sleppa leik eftir leik.“

Valur tapaði 0-3 gegn Keflavík í þarsíðustu umferð Bestu deildarinnar. „Mér fannst þá koma bersýnilega í ljós að þetta væri búið. Við fáum rautt spjald, erum 1-0 undir og einum færri. Þarna hefði alvöru lið hugsað að það væri allavega með alla þessa leikmenn, að spila við Keflavík og gæti alveg ráðið við þetta. En það sem gerist er akkúrat þveröfugt. Menn verð pinkulitlir í sér. Þarna var ég bara „þetta er búið, leikmenn hafa ekki trú á þessu, þetta er búið. Það er betra að hafa hann ekki, það er betra að hann fari og enginn taki við.“ Ég var bara þar,“ segir Arnar um leikinn.

Albert Brynjar Ingason tjáði sig einnig um brottreksturinn. „Ég ber mikla virðingu fyrir Heimi sem þjálfara, þetta er góður þjálfari. Það er bara svo augljóst að þetta var svolítið búið hjá honum með þennan hóp. Þetta var ekki að virka og ég held að leikmenn hafi svolítið verið komnir með það inn í hausinn á sér sjálfir. Ég held þeir hafi misst trú á að hann og þeir væru að fara að ná árangri.“

Arnar Sveinn kveðst sáttur með að fá Óla Jó inn. Hann gerir samning út tímabilið. „Fyrst að hann er á lausu, er mjög eðlilegt að fá hann til bráðabirgða. Hann þekkir þetta, er virtur af öllum, hefur unnið þetta allt og kann að koma inn með léttleika og skemmtun og leyfa mönnum að njóta sín. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sambandsdeildin: Víkingar úr leik eftir mikla dramatík og umdeildan dóm

Sambandsdeildin: Víkingar úr leik eftir mikla dramatík og umdeildan dóm
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Reynir allt til að sannfæra hann um að ganga ekki í raðir Chelsea

Reynir allt til að sannfæra hann um að ganga ekki í raðir Chelsea
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mourinho stöðvaði skiptin sjálfur í sumar

Mourinho stöðvaði skiptin sjálfur í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ekkert þokast í viðræðum United við mömmu Rabiot

Ekkert þokast í viðræðum United við mömmu Rabiot
433Sport
Í gær

Conte bannar fjórum stjörnum að æfa með liðinu – Vonast til að losna við þá

Conte bannar fjórum stjörnum að æfa með liðinu – Vonast til að losna við þá
433Sport
Í gær

Harvey litli Elliott fær launahækkun hjá Liverpool

Harvey litli Elliott fær launahækkun hjá Liverpool