fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Víkingur á góðan möguleika í Sambandsdeildinni – „Get lofað ykkur því að félögin frá Wales og Norður-Írlandi eru ekki á sama stigi“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. júlí 2022 22:32

Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Torg/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er heilt yfir sáttur með frammistöðu sinna manna í tveggja leikja einvíginu gegn Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

Malmö sló Víking út í kvöld, samtals 6-5, eftir 3-3 jafntefli í Víkinni.

„Við vorum hugrakkir í dag, við vorum hugrakkir í Malmö. Áður en einvígið byrjaði vildi ég frammistöðu frá liðinu, hvernig við spilum og hugmyndafræðin okkar. Ég fékk það svo sannarlega í báðum leikjum,“ segir Arnar.

Víkingur fer nú í aðra umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Þar verður andstæðingur Linfield frá Norður-Írlandi eða New Saints frá Wales. Arnar telur að það verði ekkert mál að gíra liðið upp í það einvígi. „Ég held að það verði auðvelt. Nú vita þeir á hvaða stigi þeir geta keppt. Ég get lofað ykkur því að félögin frá Wales og Norður-Írlandi eru ekki á sama stigi og Malmö, svo ég held við eigum góðan möguleika.“

„Við fórum sem minna liðið í þetta einvígi. Við lærum af þessu fyrir næsta einvígi og það verður ekkert mál að halda strákunum á tánum fyrir það næsta,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rúnar Már mættur í ÍA

Rúnar Már mættur í ÍA
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
433Sport
Í gær

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Í gær

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Í gær
Hartman í Val