fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Rúrik og Kári tókust á um stöðu Alberts í landsliðinu – „Það er aldrei gott að fara í fýlu“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. júní 2022 21:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Albaníu í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Jafnræði var með liðunum til að byrja með í leiknum en á 30. mínútu kom Seferi, sóknarmaður Albana gestunum yfir. Boltinn datt fyrir fæturna á Seferi eftir að Rúnar Alex hafði varið boltann áður út í teig. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiks.

Íslendingar komu tilbúnir til leiks í þeim seinni. Það tók liðið um það bil þrjár mínútur að jafna metin. Það gerði Jón Dagur Þorsteinsson eftir skyndisókn.

Eftir leik er mest rætt um þá staðreynd að Albert Guðmundsson var ónotaður varamaður í leiknum en Andri Lucas Guðjohnsen byrjaði leikinn í fremstu víglínu.

„Mér fannst Andri Lucas geggjaður, spilaði eins og alvöru target senter. Hann var góður heilt yfir, það er hans harðfylgi sem skapar þetta mark,“ sagði Kári Árnason á Viaplay.

GettyImages

Kári var svo spurður út í það af hverju Albert tók ekki þátt í leiknum.

„Einfaldlega af því að þú færð þetta ekki frá honum, hár bolti sem kemur upp. Andri Lucas er að djöflast í þeim, hann er einn frammi. Ég geri tilkall til þess að Andri Lucas sé framherji númer eitt upp á topp,“ sagði Kári.

„Ég er ekki að setja út á Albert sem, það vita allir að hann er með gæði. Hann fittar ekki inn í þetta, þú sást hvernig kantmenn voru að djöflast allan leikinn. Ég er ekki viss um að Albert væri í sama gír ef hann væri út á kant.“

Albert var svo aftur til umræðu síðar í þættinum og þá sagði Kári. „Hann verður ekkert að koma inná, hann hefur ekki sýnt að hann sé yfirburða maður með landsliðinu að hann eigi að spila alla landsleiki. Hann hentar ekki alltaf í þetta game,“ sagðI Kári.

Mynd: Eyþór Árnason

Rúrik tók til máls:

Rúrik Gíslason var einnig í settinu og fór yfir stöðu Alberts. „Ég ætla að taka upp hanskann fyrir Albert, það hafa það allir í sér að berjast. Ég velti því fyrir mér, honum er ekki skipt inná,“ sagði Rúrik

Rúrik ráðleggur Alberti að fara ekki í fýlu, það muni engu skila. „Það er aldrei gott að fara í fýlu eða ætla að sanna eitthvað point, Arnar er stjórinn og tekur ákvarðanir. Þú verður að virða þær, ef þú ert settur á bekkinn þá ferðu ekki í fýlu. Ég vona að Albert svari þessu, við höfum not fyrir hann,“ sagði Rúrik.

Rúrik segir umræðuna í kringum liðið of vinalega á köflum.

„Mér finnst öll umræða núna, mér finnst þetta of vinalegt. Einn sigurleikur í 14 leikjum, við erum á heimavelli. Ég hefði viljað sjá meiri greddu í að vinna leikinn, Jón Dagur var tekinn út af og ég set spurningarmerki við þá skiptingu. Mér finnst þetta of vinaleg umræða, lið í þróun en við viljum úrslit,“ sagði Rúrik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bjarki lánaður frá Víkingi á ný

Bjarki lánaður frá Víkingi á ný
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Spá fyrirliða, þjálfara og formanna – Val spáð titlinum í enn eitt skiptið

Spá fyrirliða, þjálfara og formanna – Val spáð titlinum í enn eitt skiptið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikið áhyggjuefni fyrir Arteta í aðdraganda leiksins í kvöld

Mikið áhyggjuefni fyrir Arteta í aðdraganda leiksins í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu hvað Mbappe gerði í gær sem ekki allir tóku eftir í beinni útsendingu

Sjáðu hvað Mbappe gerði í gær sem ekki allir tóku eftir í beinni útsendingu
433Sport
Í gær

Víkingur er meistari meistaranna eftir sigur í vítaspyrnukeppni – Sjáðu mörkin

Víkingur er meistari meistaranna eftir sigur í vítaspyrnukeppni – Sjáðu mörkin
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Xavi fékk rautt spjald fyrir hegðun sína í kvöld

Sjáðu myndbandið: Xavi fékk rautt spjald fyrir hegðun sína í kvöld