fbpx
Miðvikudagur 17.ágúst 2022
433Sport

Rúnar Alex kemur Arnari til varnar eftir mikla gagnrýni

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. júní 2022 14:00

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður og leikmaður Arsenal, segist afar sáttur með að leika undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar hjá landsliðinu.

Arnar Þór tók við karlalandsliðinu árið 2020. Gengi liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska síðan en Arnar hefur þó þurft að glíma við erfiðar aðstæður, þar sem lykilmenn hafa til að mynda margir hverjir ekki verið honum til taks.

„Ég dýrka það, mér finnst hann frábær þjálfari,“ sagði Rúnar Alex í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark, spurður út í hvernig það sé að spila undir stjórn Arnars.

„Hann er mjög skipulagður, taktískt er ég mjög ánægður með hann og svo er hann heiðarlegur, mér finnst það bara númer eitt, tvö og þrjú í fari þjálfara. Þú þarft ekkert að vera besti þjálfari í heimi eða hafa mestu þekkinguna um fótbolta. Þú þarft bara að vera góður í mannlegum samskiptum og heiðarlegur til þess að fá traust leikmanna, hann er það.“

Rúnar Alex Rúnarsson. Mynd/Getty

Rúnar segir að fólk þurfi að taka inn í myndina að Arnar hefur þurft að glíma við erfiðar aðstæður. „Hann þarf að fá tíma og hafa sama lið nokkra leiki í röð. Það er margt sem spilar þarna inn í. Auðvitað hefðu úrslitin mátt vera betri en hann var með glænýtt lið í hverjum einasta glugga, fjóra fimm glugga í röð. Það er ekkert auðvelt fyrir þjálfara að byrja upp á nýtt í hvert einasta skipti.“

„Við erum á réttri leið,“ sagði Rúnar einnig.

Rúnar segir að það myndi hjálpa landsliðinu ef umræðan í kringum það væri jákvæðari en hún hefur verið. „Við viljum vinna leiki á heimavelli, ná í þessi úrslit sem gullkynslóðin var að ná í og fara á stórmót. En það hjálpar okkur að umræðan sé góð. Þá er miklu auðveldara að gíra sig upp í leiki og ná í úrslit.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stórleikur í 2. deildinni verður spilaður á Hlíðarenda – Tólf ára gömul saga endurtekur sig

Stórleikur í 2. deildinni verður spilaður á Hlíðarenda – Tólf ára gömul saga endurtekur sig
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sérfræðingur í fótboltafjármálum segir Barcelona spila hættulegan leik – „Veðsetur framtíðina til að ná árangri í nútíðinni“

Sérfræðingur í fótboltafjármálum segir Barcelona spila hættulegan leik – „Veðsetur framtíðina til að ná árangri í nútíðinni“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Margrét Lára tekur þátt í Járnkarli í minningu Bryndísar Ýrar

Margrét Lára tekur þátt í Járnkarli í minningu Bryndísar Ýrar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea muni sætta sig við kröfur Leicester – Maguire ekki lengur dýrastur í sögunni

Chelsea muni sætta sig við kröfur Leicester – Maguire ekki lengur dýrastur í sögunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tæp vika síðan Chris steig fram vegna ömurlegrar mismununar á Selfossi – Formaðurinn í felum og aðrir vilja lítið gefa upp

Tæp vika síðan Chris steig fram vegna ömurlegrar mismununar á Selfossi – Formaðurinn í felum og aðrir vilja lítið gefa upp
433Sport
Í gær

Nunez biður alla í Liverpool afsökunar

Nunez biður alla í Liverpool afsökunar
433Sport
Í gær

Nú mjög ólíklegt að Rabiot komi til Manchester – Horfa til Real Madrid

Nú mjög ólíklegt að Rabiot komi til Manchester – Horfa til Real Madrid
433Sport
Í gær

Kemst upp með morð hjá Man Utd – ,,Versti liðsfélaginn“

Kemst upp með morð hjá Man Utd – ,,Versti liðsfélaginn“