fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Rúnar Kristins: Bara vindurinn sem skiptir máli

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 23. júní 2022 21:37

/ Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson sá sína menn í KR tapa stórt í kvöld er liðið heimsótti topplið Breiðabliks í Kópavoginn.

Blikar hafa verið langbesta lið mótsins hingað til og unnu sannfærandi 4-0 heimasigur á þeim svarthvítu í kvöld.

Rúnar ræddi við Stöð 2 Sport eftir leikinn og segir að hans menn hafi verið betri aðilinn lengi vel í kvöld og að fyrstu tvö mörkin hafi verið gjöf úr Vesturbænum.

,,Það er sárt að tapa fótboltaleikjum og að tapa honum er ekki gott heldur. Ef þú lendir undir gegn Blikum þá er erfitt að snúa því við en við áttum svo sannarlega möguleika í fyrri hálfleik og vorum að mínu mati betri aðilinn í fyrri hálfleik,“ sagði Rúnar.

,,Við gefum fyrsta markið og svo er vítaspyrna sem við gefum líka. Allt virtist vera under control en svo náum við að klúðra því. Fyrstu tvö mörkin sem þeir skora eru gjöf frá okkur.“

,,Við erum í kjörstöðum oft, við eigum fimm, sex eða sjö hornspyrnur í fyrri hálfleik, við eigum skotsénsa inn í teig en menn eru að flýta sér stundum of mikið og það vantar smá gæði í síðustu sendinguna og í skotinu og í þessum færum sem við erum að fá. Við höfum verið þannig undanfarið, við skorum ekkert sérstaklega mikið af mörkum og nýtum ekki færin vel í sumar.“

Rúnar var svo ósammála því að Blikar hafi verið með algjörlega annað orkustig en KR-ingar í seinni hálfleik.

,,Ég er alls ekki sammála því, það er bara vindurinn sem skiptir máli. Það er auðveldara að spila upp völlinn og þeir geta haldið boltanum betur. Það er 2-0 og þeir fá heppnismark, 3-0, skotið í mann og boltinn breytir um stefnu. Það er engin uppjöf hjá okkur, menn eru að reyna, við vorum svolítið út úr stöðu og þetta verður svolítið losaralegt þegar þú ert að tapa 3-0 og ekki von á að breyta þessu.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Áfall fyrir Liverpool – Diogo Jota enn á ný meiddur

Áfall fyrir Liverpool – Diogo Jota enn á ný meiddur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“
433Sport
Í gær

Fundurinn í London gekk ekki vel

Fundurinn í London gekk ekki vel