Afturelding og Þór mætast í Lengjudeild karla klukkan 19:15 á Malbikstöðinni að Varmá næstkomandi föstudagskvöld.
Á leiknum verður áhorfendum í fyrsta skipti í sögunni boðið upp á að fá nýja hárgreiðslu á meðan á leik stendur.
Lindalcutz og VIKINGBLENDZ frá Stúdíó 11 verða með skærin og rakvélina á áhorfendasvæðinu á leiknum og geta áhorfendur pantað hjá þeim tíma í klippingu. Fyrstir til að skrá sig komast að.
Verð: 8000 þúsund en innifalið í því er miði á leikinn, glæsileg klipping og drykkur.
Hægt er að panta klippingu á leiknum með því að senda skilaboð á @aftureldingknattspyrna VIKINGBLENDZ®] eða @lindalcutz á Instagram