fbpx
Miðvikudagur 22.júní 2022
433Sport

Peningar hafi ekki spilað inn í ákvörðun mannsins sem fær meira en 23 milljónir á dag

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 11:30

Mbappe, til vinstri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nasser Al-Khelaifi, forseti Paris Saint-Germain, segir peninga ekki hafa haft úrslitaáhrif í því að Kylian Mbappe hafi ákveðið að vera áfram hjá félaginu.

Mbappe var sterklega orðaður við Real Madrid en snemma í sumar gerði PSG hann að launahæsta leikmanni heims.

Með nýjum þriggja ára samningi þénar Mbappe um milljón punda á viku. Það eru tæpar 165 milljónir íslenskra króna.

Þá fær hann það sem jafngildir um 16,5 milljörðum króna fyrir það eitt að skrifa undir. Frakkinn fær þá bónusgreiðslur fyrir skoruð mörk, vinnur Meistaradeildina eða ef hann hlýtur Ballon d’Or verðlaunin.

Auk þess sem nefnt er að ofan fær Frakkinn ungi ákveðin völd innan félagsins og fær að hafa áhrif á ákvarðanir félagsins.

„Ég hafnaði tilboði (frá Real Madrid) upp á 180 milljónir evra síðasta sumar því ég vildi að Kylian vildi vera áfram hjá PSG. Ég þekki hann vel. Ég veit hvað hann og hans fjölskylda vill. Peningar hafa ekki áhrif á þau,“ sagði Al-Khelaifi.

„Hann var valinn til að spila hér, fyrir borgina sína, félag sitt og þjóð sína, einnig fyrir verkefnið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

3. deild: Víðir komið á toppinn

3. deild: Víðir komið á toppinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arnar um úrslit kvöldsins: „Sýnir hvernig framtíðin í íslenskum fótbolta þarf að vera“

Arnar um úrslit kvöldsins: „Sýnir hvernig framtíðin í íslenskum fótbolta þarf að vera“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Velur sama treyjunúmer og Eiður Smári notaði

Velur sama treyjunúmer og Eiður Smári notaði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Undirbúa stórt tilboð í leikmann sem Chelsea notar ekki

Undirbúa stórt tilboð í leikmann sem Chelsea notar ekki
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Víkings Reykjavíkur í Meistaradeild Evrópu – Þórður í markinu og Pablo á miðjunni

Byrjunarlið Víkings Reykjavíkur í Meistaradeild Evrópu – Þórður í markinu og Pablo á miðjunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Jói Berg og félagar að missa einn sinn besta mann

Jói Berg og félagar að missa einn sinn besta mann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Barca kennir La Liga um erfiðar viðræður við Man Utd

Barca kennir La Liga um erfiðar viðræður við Man Utd
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Strákarnir klárir í hvað sem er – „Þurfum að halda áfram með sama hugarfar“

Strákarnir klárir í hvað sem er – „Þurfum að halda áfram með sama hugarfar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Keypti 116 kampavínsflöskur á meira en 16 milljónir

Keypti 116 kampavínsflöskur á meira en 16 milljónir
433Sport
Í gær

U-21 árs landsliðið mætir Tékkum

U-21 árs landsliðið mætir Tékkum