fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Peningar hafi ekki spilað inn í ákvörðun mannsins sem fær meira en 23 milljónir á dag

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 11:30

Mbappe og Neymar, leikmenn PSG, ásamt Lewis Hamilton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nasser Al-Khelaifi, forseti Paris Saint-Germain, segir peninga ekki hafa haft úrslitaáhrif í því að Kylian Mbappe hafi ákveðið að vera áfram hjá félaginu.

Mbappe var sterklega orðaður við Real Madrid en snemma í sumar gerði PSG hann að launahæsta leikmanni heims.

Með nýjum þriggja ára samningi þénar Mbappe um milljón punda á viku. Það eru tæpar 165 milljónir íslenskra króna.

Þá fær hann það sem jafngildir um 16,5 milljörðum króna fyrir það eitt að skrifa undir. Frakkinn fær þá bónusgreiðslur fyrir skoruð mörk, vinnur Meistaradeildina eða ef hann hlýtur Ballon d’Or verðlaunin.

Auk þess sem nefnt er að ofan fær Frakkinn ungi ákveðin völd innan félagsins og fær að hafa áhrif á ákvarðanir félagsins.

„Ég hafnaði tilboði (frá Real Madrid) upp á 180 milljónir evra síðasta sumar því ég vildi að Kylian vildi vera áfram hjá PSG. Ég þekki hann vel. Ég veit hvað hann og hans fjölskylda vill. Peningar hafa ekki áhrif á þau,“ sagði Al-Khelaifi.

„Hann var valinn til að spila hér, fyrir borgina sína, félag sitt og þjóð sína, einnig fyrir verkefnið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deild kvenna: Nýliðar Víkings fara vel af stað – Blikar með sannfærandi sigur

Besta deild kvenna: Nýliðar Víkings fara vel af stað – Blikar með sannfærandi sigur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Glugganum skellt í lás á miðvikudagskvöld

Glugganum skellt í lás á miðvikudagskvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að konur eigi að samþykkja að haldið sé framhjá þeim – „Í flestum tilfellum eiga þær varla annað skilið“

Segir að konur eigi að samþykkja að haldið sé framhjá þeim – „Í flestum tilfellum eiga þær varla annað skilið“
433Sport
Í gær

Staðfest hvenær bikarúrslitaleikurinn milli City og United fer fram og ekki eru allir sáttir – Þetta er ástæðan fyrir leiktímanum

Staðfest hvenær bikarúrslitaleikurinn milli City og United fer fram og ekki eru allir sáttir – Þetta er ástæðan fyrir leiktímanum