fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
433Sport

Fyrrum stórstjarna játar skattsvik – Forsetinn og umboðsmaðurinn fóru illa með hann

433
Þriðjudaginn 21. júní 2022 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samuel Eto’o, fyrrum stórstjarna Barcelona, hefur játað skattsvik en hann ákærður af spænska ríkinu grunaður um svindl frá árinu 2006 til ársins 2009.

Eto’o spilaði á þessum tíma með Barcelona var einn besti framherji heims en hann ku skulda spænska ríkinu tæplega fjórar milljónir evra.

Eto’o var ungur á þessum tíma og sá ekki um eigin fjármál en það var í höndum þáverandi forseta kamerúnska knattspyrnusambandsins sem og umboðsmanns Eto’o á þeim tíma, Jose Maria Mesalles.

Kamerúninn geðþekki þarf ekki að sitja inni vegna málsins en hann þarf hins vegar að greiða 1,8 milljón evra í sekt og Mesalles þarf að greiða 905 þúsund pund.

Eto’o þénaði háar upphæðir á þessum tíma sem knattspyrnumaður en þá bæði upphæðir sem komu frá Barcelona sem og styrktaraðila hans, Puma.

Peningarnir voru færðir á ýmsa reikning á Spáni til að koma í veg fyrir borgun á skatt en fyrir rúmlega ári síðan var Eto’o ákærður.

Eto’o er í dag 41 árs gamall og lagði skóna á hilluna eftir dvöl í Katar árið 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Keypti 116 kampavínsflöskur á meira en 16 milljónir

Keypti 116 kampavínsflöskur á meira en 16 milljónir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Högg fyrir þá að Sigurvin fylgi Eiði Smára í Krikann – „Kurteisir menn greinilega“

Högg fyrir þá að Sigurvin fylgi Eiði Smára í Krikann – „Kurteisir menn greinilega“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Man Utd segir þeim að finna sér nýja vinnuveitendur

Man Utd segir þeim að finna sér nýja vinnuveitendur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lætur af störfum vegna ásakana um gróft heimilisofbeldi

Lætur af störfum vegna ásakana um gróft heimilisofbeldi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja klára skipti Lukaku fyrir vikulok

Vilja klára skipti Lukaku fyrir vikulok
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besti varnarmaður Ítalíu ætlar að fara í sumar

Besti varnarmaður Ítalíu ætlar að fara í sumar
433Sport
Í gær

Mætti fullur á æfingar hjá stærsta félagi heims

Mætti fullur á æfingar hjá stærsta félagi heims