fbpx
Fimmtudagur 30.júní 2022
433Sport

Hjólar í Jón Dag sem kallaði gagnrýnendur trúða – „Leikmenn eru komnir í slag við fólkið í landinu“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. júní 2022 09:45

Jón Dagur með móðir sinni Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhallur Dan Jóhannsson, fyrrum knattspyrnumaður og þjálfari, segir að leikmenn íslenska karlalandsliðsins verði að vanda hvað þeir segja út á við vilji þeir fá fólkið í landinu á bakvið sig.

Þórhallur ræddi þetta í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun í minntist á ummæli Jón Dags Þorsteinssonar sem sagði að landsliðið „hlustaði ekki á trúða úti í bæ.“

„Auðvitað er pirr­andi að ná ekki ein­um sigri. Það vantaði ekki mikið upp á hjá okk­ur. Við þurf­um að fá litlu atriðin með okk­ur í þessu. Það veit eng­inn hvort bolt­inn var inni eða ekki í dag og svo­leiðis hlut­ir mega fara að detta með okk­ur. Við get­um verið já­kvæðir. Þetta eru fyrstu þrír leik­irn­ir hjá okk­ur þar sem er kom­in rétt mynd á liðið eft­ir all­ar breyt­ing­arn­ar. Við horf­um fram á veg­inn, erum já­kvæðir og hlust­um ekki á þessa trúða út í bæ,“ sagði Jón Dagur við mbl.is eftir janftefli Íslands gegn Ísrael fyrr í vikunni.

„Leikmenn eru komnir í slag við fólkið í landinu. Það eru ekki bara fjölmiðlamenn sem eru að gagnrýna, en það er ekki verið að gagnrýna leikmenn heldur þjálfarann,“ sagði Þórhallur.

„Jón Dagur kallaði fólkið sem er að gagnrýna hann trúða. Það er bara þjóðin. Hvernig ætlið þið að fá fólk til að styðja ykkur ef þið kallið það trúða?“

„Menn verða að vanda sig þegar þeir fara í viðtöl,“ sagði Þórhallur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndir af Lewandowski og Xavi vekja mikla athygli – ,,Svikari“

Myndir af Lewandowski og Xavi vekja mikla athygli – ,,Svikari“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hólmbert óstöðvandi í norska bikarnum

Hólmbert óstöðvandi í norska bikarnum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Inter staðfestir komu Lukaku

Inter staðfestir komu Lukaku
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tveir miðverðir munu semja við Chelsea

Tveir miðverðir munu semja við Chelsea
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ísland með fínan sigur í eina æfingleiknum fyrir EM

Ísland með fínan sigur í eina æfingleiknum fyrir EM
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal og United berjast um sama bitann

Arsenal og United berjast um sama bitann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Högg í maga Liverpool og Manchester United

Högg í maga Liverpool og Manchester United
433Sport
Í gær

Almarr mættur í Fram frá Val

Almarr mættur í Fram frá Val