fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Skilaboðin hafi ekki ratað á rétta staði þegar Blikar voru valdir í landsliðið

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. júní 2022 15:00

Damir Muminovic. Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik telur að betur hefði mátt standa að samskiptum þegar A-landslið karla valdi þrjá leikmenn Breiðabliks í verkefni gegn San Marínó í gær. Frá þessu var sagt í hlaðvarpsþættinum Þugnavigtin og Ólafur Kristjánsson yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik staðfestir svo við 433.is.

Þeir Jason Daði Svanþórsson, Damir Muminovic og Höskuldur Gunnlaugsson voru allir valdir í A-landsliðið fyrir æfingaleikinn í gær. Allir þrír komu inn sem varamenn. Ísland vann þar 1-0 sigur.

„Það var haft samband við leikmenn sem voru valdir í þennan hóp úr Bestu deildinni 23:45 á mánudagskvöldið. Það var tekið samtal, Breiðablik var ekki látið vita. Það er slíkur amatörismi í Laugardalnum að það var ekki haft sambandið við félagið,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni.

Ólafur Kristjánsson segir í samtali við 433.is að samskipti hafi átt sér stað en standa hefði mátt betur að málum. „Það var hringt í Óskar (þjálfara Breiðabliks) seint á mánudagskvöldið, hvort það væri ekki í lagi að þeir færu út. Hann sagði að það væri allt í lagi, það sem vantaði inn í jöfnuna var að senda póst á mig eða Eystein (Framkvæmdarstjóra) að þeir færu út á þriðjudegi og kæmu heim á föstudegi. Ég sendi á Klöru (Framkvæmdarstjóra KSÍ) að það væri eðlilegt að senda á klúbbinn líka. Það er búið að klára þetta mál,“ sagði Ólafur.

Kristján Óli heldur því fram í þætti sínum að einum leikmanni Breiðabliks hafi verið lofað að hann myndi byrja leikinn af Arnari Viðarssyni landsliðsþjálfara. „Einn af þessum leikmönnum í Breiðablik þurfti að meta hvort hann ætti að gefa kost á sér í verkefnið. Hann tók samtalið við Arnar, hann lofaði honum að hann myndi byrja leikinn. Þess vegna væri hann að taka hann með út, sá spilaði fjórar eða fimm mínútur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Pressan mikil á þremur liðum í þriðju umferð

Pressan mikil á þremur liðum í þriðju umferð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmenn Arsenal í rusli

Leikmenn Arsenal í rusli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Emil með troðfullt rassgat af peningum – „Beðið eftir því að síminn pingi að Stjarnan sé búinn að millifæra 1,2 milljónir“

Segir Emil með troðfullt rassgat af peningum – „Beðið eftir því að síminn pingi að Stjarnan sé búinn að millifæra 1,2 milljónir“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United vill selja en hingað til hefur ekkert félag sýnt áhuga

United vill selja en hingað til hefur ekkert félag sýnt áhuga
433Sport
Í gær

Haaland fjárfestir í fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir hárið

Haaland fjárfestir í fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir hárið
433Sport
Í gær

Sancho klár í að snúa aftur til United ef þetta gerist

Sancho klár í að snúa aftur til United ef þetta gerist