fbpx
Miðvikudagur 18.maí 2022
433Sport

Enski boltinn: Tíu leikmenn Leeds börðust hetjulega en það dugði ekki til – West Ham andar ofan í hálsmálið á Man Utd

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 8. maí 2022 15:05

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum er nýlokið í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal tók á móti Leeds á Emirates-vellinum.

Eddie Nketiah kom Arsenal yfir strax á 5. mínútu eftir skelfileg mistök Illain Meslier. Fimm mínútum síðar bætti Nketiah við sínu öðru marki eftir glæsilegan undirbúning Gabriel Martinelli.

Arsenal stjórnaði leiknum algjörlega og ekki skánaði staðan fyrir Leeds þegar Luke Ayling fékk beint rautt spjald á 27. mínútu fyrir grófa tæklingu á Martinelli. Heimamönnum tókst þó ekki að bæta við marki fyrir lok fyrri hálfleiks.

Seinni hálfleikurinn var framan af svipaður. Arsenal stjórnaði leiknum. Á 66. mínútu minnkaði Diego Llorente hins vegar muninn með marki eftir hornspyrnu. Um fyrstu marktilraun Leeds í leiknum var að ræða.

Það kom töluverður skjálfti í lið Arsenal við þetta og ógnuðu gestirnir nokkrum sinnum í lok leiks. Heimamenn sigldu þó heim gríðarlega mikilvægum 2-1 sigri.

Arsenal er í fjórða sæti deildarinnar, nú fjórum stigum á undan Tottenham og stigi á eftir Chelsea. Arsenal og Tottenham mætast á fimmtudag. Leeds er í átjánda sæti með 35 stig, jafnmörg og Burnley en með mun lakari markatölu.

Mynd/Getty

Everton heimsótti Leicester og vann gífurlega mikilvægan sigur.

Vitalii Mykolenko kom gestunum yfir á 6. mínútu. Patson Daka jafnaði þó metin fyrir Leicester aðeins fimm mínútum síðar.

Eftir hálftíma leik skoraði Mason Holgate svo það sem reyndist sigurmark leiksins. Lokatölur 1-2.

Everton er komið upp í sextánda sæti með 35 stig, stigi á undan Leeds og Burnley. Leicester er í fjórtánda sæti með 42 stig.

Mynd/Getty

Loks heimsótti West Ham Norwich og rúllaði yfir heimamenn.

Said Benrahma kom Hömrunum yfir á 12. mínútu. Michail Antonio tvöfaldaði forskot þeirra eftir hálftíma leik. Skömmu fyrir leikhlé skoraði Benrahma svo aftur og gerði út um leikinn.

West Ham bætti við einu marki í seinni hálfleik. Það gerði Manuel Lanzini af vítapunktinum. Lokatölur 0-4.

West Ham er með 55 stig í sjöunda sæti, þremur stigum á eftir Manchester United og á leik til góða. Norwich er þegar fallið úr deild þeirra bestu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar Þór reynir að sannfæra Hólmar um að hætta við að hætta

Arnar Þór reynir að sannfæra Hólmar um að hætta við að hætta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Haraldur og Sævar takast á um refsingar dómstólsins – „Metið mun alvarlegra að fara í höfuð/andlit“

Haraldur og Sævar takast á um refsingar dómstólsins – „Metið mun alvarlegra að fara í höfuð/andlit“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrottaleg líkamsárás fyrir allra augum í gær – Sjáðu hvað gerðist

Hrottaleg líkamsárás fyrir allra augum í gær – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tók höfuðkúpu með sér á völlinn – „Hann hefði verið stoltur“

Tók höfuðkúpu með sér á völlinn – „Hann hefði verið stoltur“
433Sport
Í gær

Fær aðeins eins leiks bann fyrir olnbogaskotið

Fær aðeins eins leiks bann fyrir olnbogaskotið
433Sport
Í gær

Staðan í Grafarvogi kemur á óvart – „Var eiginlega bara sjokkeraður“

Staðan í Grafarvogi kemur á óvart – „Var eiginlega bara sjokkeraður“
433Sport
Í gær

Myndirnar sem umdeildur dómari í Borgarnesi birtir vekja upp stórar spurningar – „Algjört högg“

Myndirnar sem umdeildur dómari í Borgarnesi birtir vekja upp stórar spurningar – „Algjört högg“
433Sport
Í gær

Myndir af Ronaldo í myndatöku leka á netið – Þetta eiga að vera nýjar treyjur United

Myndir af Ronaldo í myndatöku leka á netið – Þetta eiga að vera nýjar treyjur United