fbpx
Miðvikudagur 18.maí 2022
433Sport

Besta deildin: Dramatík er Keflavík sótti sitt fyrsta stig gegn Eyjamönnum

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 7. maí 2022 18:04

Andri Rúnar skoraði í dag. Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keflavík tók á móti ÍBV í Bestu deild karla í dag og úr varð fjörugur leikur.

Joey Gibbs kom heimamönnum yfir eftir rúmar 20 mínútur. Hann setti boltann í netið eftir fyrirgjöf Nacho Heras.

Eftir hálftíma leik tvöfaldaði Rúnar Þór Sigurgeirsson forystu Keflvíkinga eftir undirbúning Adams Ægis Pálssonar.

Fimm mínútum síðar varð ákveðinn vendipunktur í leiknum þegar Magnús Þór Magnússon, fyrirliði Keflavíkur, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Staðan í hálfleik var 2-0 fyrir tíu leikmenn Keflavíkur.

Snemma í seinni hálfleik slapp Andri Rúnar Bjarnason inn fyrir vörn heimamanna og minnkaði muninn fyrir Eyjamenn. Á 64. mínútu jafnaði ÍBV svo leikinn með laglegu marki frá Telmo Castanheira.

Gestirnir voru svo búnir að snúa leiknum við á 82. mínútu leiksins þegar Sigurður Arnar Magnússon kom boltanum í netið eftir hornspyrnu.

Það stefndi í frábæran endurkomusigur ÍBV en Adam Árni Róbertsson bjargaði stigi fyrir Keflavík í uppbótartíma. Lokatölur 3-3.

ÍBV er í níunda sæti með tvö stig eftir fjóra leiki. Keflavík er á botninum eftir fimm leiki. Þetta var þeirra fyrsta stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar Þór reynir að sannfæra Hólmar um að hætta við að hætta

Arnar Þór reynir að sannfæra Hólmar um að hætta við að hætta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Haraldur og Sævar takast á um refsingar dómstólsins – „Metið mun alvarlegra að fara í höfuð/andlit“

Haraldur og Sævar takast á um refsingar dómstólsins – „Metið mun alvarlegra að fara í höfuð/andlit“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrottaleg líkamsárás fyrir allra augum í gær – Sjáðu hvað gerðist

Hrottaleg líkamsárás fyrir allra augum í gær – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tók höfuðkúpu með sér á völlinn – „Hann hefði verið stoltur“

Tók höfuðkúpu með sér á völlinn – „Hann hefði verið stoltur“
433Sport
Í gær

Fær aðeins eins leiks bann fyrir olnbogaskotið

Fær aðeins eins leiks bann fyrir olnbogaskotið
433Sport
Í gær

Staðan í Grafarvogi kemur á óvart – „Var eiginlega bara sjokkeraður“

Staðan í Grafarvogi kemur á óvart – „Var eiginlega bara sjokkeraður“
433Sport
Í gær

Myndirnar sem umdeildur dómari í Borgarnesi birtir vekja upp stórar spurningar – „Algjört högg“

Myndirnar sem umdeildur dómari í Borgarnesi birtir vekja upp stórar spurningar – „Algjört högg“
433Sport
Í gær

Myndir af Ronaldo í myndatöku leka á netið – Þetta eiga að vera nýjar treyjur United

Myndir af Ronaldo í myndatöku leka á netið – Þetta eiga að vera nýjar treyjur United