Davíð Snær Jóhannsson miðjumaður Lecce á Ítalíu mun að öllum líkindum ganga í raðir FH á næstu dögum. Frá þessu var greint í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær.
Davíð Snær er 19 ára gamall miðjumaður sem yfirgaf Keflavík í janúar og fór til Lecce í janúar.
Hrafnkell Freyr Ágústsson sérfræðingur þáttarins sagði frá þessu en Hrafnkell er búsettur í Reykjanesbæ og heyrði af þessu á rölti sínum í bæinn.
Hrafnkell segir að Davíð færi FH mikið sem miðjumaður sem getur farið teiganna á milli. FH hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum Bestu deildarinnar.
Jóhann Birnir Guðmundsson faðir Davíðs hætti þjálfun hjá Keflavík á síðasta ári og gerðist afreksþjálfari hjá FH, feðgarnir gætu því verið að sameinast aftur.