fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
433Sport

„Samband hans og Arnars súrnaði svo hratt“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 28. maí 2022 19:00

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðshópurinn var opinberaður í vikunni og var hann skeggræddur í íþróttavikunni með Benna Bó á föstudaginn. Hjörvar Hafliðason, doktor Football og íþróttastjóri Viaplay og Jóhann Már Helgason, íþróttaskríbent og sérfræðingur í þættinum sátu í settinu með Benedikt Bóas.

Fram kom í vikunni að landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson hefði reynt að sannfæra Hólmar Örn Eyjólfsson til að snúa aftur í landsliðið. Voru þeir félagar sammála að landsliðsþjálfarinn væri að gera rétt með því að taka upp tólið enda Hólmar búinn að vera góður með Val í Bestu deildinni. „Við verðum bara að fara vinna einhverja leiki aftur,“ sagði Hjörvar.

„Ég skil þetta með Hólmar. Hann hætti á skrýtnum tíma og síðan gerist ýmislegt og Kári og Raggi hætta og Sverrir Ingi dettur út. Hann hefði spilað fullt af landsleikjum undanfarin ár. Mér finnst hann vera góður með Val og hann er enn í góðu standi,“ benti Jóhann á.

video

Hjörvar tók undir og sagðist skilja Arnar Þór vel að hafa reynt við Hólmar enda væri hann stór og sterkur. Eitthvað sem vantaði í dag. „Allir líkamlegu strákarnir okkar eru ekkert inná í dag. Ástæðan að við gerðum svona vel var að við vorum stærri og sterkari en í dag er eins og stundum maður sé að horfa á alvöru landslið spila gegn yngra landsliði þegar Ísland er að spila. Við virðumst litlir. Og hvaða hafsenta eigum við? Þannig þetta er eðlilegast í heimi að athuga með Hólmar.“

Hann bætti við að það vantaði stóra og sterka stráka í liðið. Eins og Guðlaug Victor Pálsson til dæmis. „Samband hans og Arnars súrnaði svo hratt. Það var mjög fúlt því Gulli var líka uppáhald stuðningsmanna. Á Hamren tímanum blómstraði Gulli og það er fúlt að hann skuli ekki vera þarna.“

Hann benti á að Danir ættu nóg framboð af hafsentum og sagði söguna af því að vinir hans í Danmörku sögðu við hann að það væri vegna þess að þeir æfðu handbolta þegar þeir væru litlir. Slagsmálin þar á bæ kæmu sér vel. Hjörvar benti þessum dönsku vinum sínum á að hér væri líka stundaður handbolti en við værum ekki að framleiða nógu marga miðverði. „“Það er hafsentakrísa í Íslandi,“ sagði Jóhann og rifjaði upp fortíðina þegar Hermann Hreiðarsson, Eyjólfur Sverrisson og Guðni Bergsson og aðrir voru í hæsta gæðaflokki. Slíkt væri ekki staðan í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jónatan Ingi skoraði í sigri Sogndal

Jónatan Ingi skoraði í sigri Sogndal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn efstur á óskalista Chelsea en ekkert tilboð hefur borist

Enn efstur á óskalista Chelsea en ekkert tilboð hefur borist
433Sport
Í gær

Íslenskar getraunir lækka verðið

Íslenskar getraunir lækka verðið
433Sport
Í gær

Englandsmeistarabikarinn á leið til Íslands

Englandsmeistarabikarinn á leið til Íslands