fbpx
Fimmtudagur 30.júní 2022
433Sport

Real Madrid er Evrópumeistari

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 28. maí 2022 21:36

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid er Evrópumeistari eftir sigur á Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París í kvöld.

Liðin þreifuðu fyrir sér fyrsta stundarfjórðunginn en Liverpool var meira með boltann. Eftir það fór Liverpool upp um gír og fékk Mohamed Salah tvö fín færi eftir rúman fimmtán mínútna leik. Skömmu síðar fékk Sadio Mane gott færi en tókst ekki að skora. Í bæði skiptin varði Thibaut Courtois vel í marki Real.

Thibaut Courtois með eina af sínum frábæru vörslum í kvöld. Mynd/Getty

Liverpool var áfram betri aðilinn út fyrri hálfleikinn en undir lok hans kom Karim Benzema knettinum í netið. Mark hans var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu en dómurinn var nokkuð umdeildur. Boltinn fór af Fabinho, leikmanni Liverpool, en Frakkinn var samt dæmdur rangstæður þar sem dómarar mátu það svo að Fabinho hafi ekki viljandi sent boltann.

Staðan í hálfleik var markalaus.

Seinni hálfleikur fór rólega af stað en á 59. mínútu geystust leikmenn Real Madrid fram völlinn. Endaði það með fyrirgjöf Federico Valverde á Vinicius Junior sem skoraði.

Vinicius Junior var góður í kvöld. Mynd/Getty

Í kjölfarið tók við kafli þar sem Liverpool sótti án afláts og skapaði sér töluvert af góðum færum. Courtois var hins vegar stórkostlegur í kvöld og átti hverja frábæra vörsluna á fætur annari.

Real fékk einnig tækifæri hinum megin á vellinum upp úr skyndisóknum og var Vinicius yfirleitt í aðalhlutverki þar. Brassinn var frábær í leiknum.

Real Madrid tókst að hægja vel á leiknum síðustu mínúturnar og leikurinn fjaraði aðeins út.

Lokatölur 1-0 fyrir Real Madrid sem vinnur sinn fjórtánda Evrópumeistaratitil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Spilar með Arsenal nema eitthvað klikkað berist í sumar

Spilar með Arsenal nema eitthvað klikkað berist í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fjölmargir mótmæla nýjum styrktaraðila Everton – Stærsti samningurinn frá upphafi

Fjölmargir mótmæla nýjum styrktaraðila Everton – Stærsti samningurinn frá upphafi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Var gríðarlegt efni en stóðst aldrei væntingar – Samningur í Tyrklandi

Var gríðarlegt efni en stóðst aldrei væntingar – Samningur í Tyrklandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Guardian segir De Jong vilja fara til United – Verið að útfæra launapakkann

Guardian segir De Jong vilja fara til United – Verið að útfæra launapakkann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

RÚV náði ekki sambandi við gervihnött – „ Beðist er velvirðingar á þessu“

RÚV náði ekki sambandi við gervihnött – „ Beðist er velvirðingar á þessu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu markið sem Ísland fékk á sig í síðasta leik fyrir EM

Sjáðu markið sem Ísland fékk á sig í síðasta leik fyrir EM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Högg í maga Liverpool og Manchester United

Högg í maga Liverpool og Manchester United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leikmaður Manchester United var 10 sentímetrum frá heimsmeti

Leikmaður Manchester United var 10 sentímetrum frá heimsmeti
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona er draumur Thomas Tuchel eftir sumarið – Þetta gæti orðið byrjunarlið Chelsea

Svona er draumur Thomas Tuchel eftir sumarið – Þetta gæti orðið byrjunarlið Chelsea