fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
433Sport

Chelsea eignast nýja eigendur á mánudag – Roman sendir frá sér yfirlýsingu

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 28. maí 2022 12:00

Todd Boehly.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklegt er að hópur sem er leiddur áfram af Todd Boehly taki við sem nýr eigandi Chelsea á mánudag.

Yfirtaka þeirra hefur legið í loftinu og var gengið frá samkomulagi á milli allra aðila í gærkvöldi.

Þar með er tíma Roman Abramovich sem eiganda Chelsea lokið. Rússinn sendi frá sér yfirlýsingu í morgun.

„Það eru þrír mánuðir síðan ég tilkynnti að ég ætlaði að selja Chelsea. Á þessum tíma hefur félagið unnið hart að því að finna réttan kaupanda sem væri best stakk búinn til að leiða félagið áfram. Eignarhaldið á þessu félagi fylgir mikil ábyrgð. Síðan ég kom til Chelsea fyrir næstum 20 árum hef ég komist að því hversu langt þetta félag geur náð. Markmið mitt hefur verið að sjá til þess að næsti eigandi hafi metnaðinn til að leiða karla- og kvennaliðið í átt að árangri. Ég er ánægður með að það sé komin niðurstaða í þetta mál og ég óska nýjum eigendum alls hins besta. Það hefur verið mikill heiður að vera hluti af þessu félagi og vil ég þakka öllum leikmönnum, stuðningsmönnum og starfsmönnum fyrir,“ er meðal þess sem segir í yfirlýsingunni.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óheppilegt hjá Maguire – „Líkaði við“ færslu um ósætti Ronaldo

Óheppilegt hjá Maguire – „Líkaði við“ færslu um ósætti Ronaldo
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Harðorður Piers hjólar í allt og alla – „Ríkir, hrokafullir og heimskir“

Harðorður Piers hjólar í allt og alla – „Ríkir, hrokafullir og heimskir“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liðsfélagi Jóa Berg útskýrir af hverju hann þarf að fara – „Tel mig ekki of stóran“

Liðsfélagi Jóa Berg útskýrir af hverju hann þarf að fara – „Tel mig ekki of stóran“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birtir mynd af áverkunum eftir brotið í Malmö sem umdeildi dómarinn sá ekkert að

Birtir mynd af áverkunum eftir brotið í Malmö sem umdeildi dómarinn sá ekkert að
433Sport
Í gær

,,Enn möguleiki að Ronaldo verði áfram hjá Manchester United“

,,Enn möguleiki að Ronaldo verði áfram hjá Manchester United“