fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
433Sport

Mjólkurbikar karla: Fram sló Leikni út úr bikarnum einum manni færri

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 26. maí 2022 16:40

Jón Þór Sveinsson er þjálfari Fram/ Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram fékk Leikni R. í heimsókn í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í dag.

Magnús Ingi Þórðarson kom heimamönnum yfir eftir 12. mínútna leik þegar hann setti boltann í netið og staðan í leikhléi 1-0 Fram í vil.

Alexander Már Þorláksson tvöfaldaði forystu Framara þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en Mikkel Jakobsen minnkaði muninn fyrir Leikni með marki beint úr aukaspyrnu á 66. mínútu.

Fimm mínútum síðar var Alex Freyr Elísson rekinn af velli fyrir að handleika boltann inni í eigin vítateig. Emil Berger fór á punktinn og jafnaði metin fyrir Leiknismenn sem nú voru manni fleiri.

Leiknir komst í dauðafæri stuttu síðar en staðan var 2-2 þegar flautað var til leiksloka og því farið í framlengingu. Varamaðurinn Jannik Holmsgaard kom 10 leikmönnum Fram yfir á lokamínútum fyrri hálfeiks framlengingarinnar með skalla eftir fyrirgjöf frá Tiago,

Það reyndist lokamarkið í leiknum og Fram er því komið áfram í 16-liða úrslit bikarsins.

Fram 3 – 2 Leiknir R.
1-0 Magnús Þórðarson (’12)
2-0 Alexander Már Þorláksson (’51)
2-1 Mikkel Jakobsen (’66)
2-2 Emil Berger (’72, víti)
3-2 Jannik Holmsgaard (‘103)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Aron Einar framlengir við Al-Arabi

Aron Einar framlengir við Al-Arabi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Landsliðsmarkvörðurinn í viðræðum um nýjan samning

Landsliðsmarkvörðurinn í viðræðum um nýjan samning
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjóri Ajax svaraði spurningu um tvo leikmenn: Auðvitað er eitthvað í gangi

Stjóri Ajax svaraði spurningu um tvo leikmenn: Auðvitað er eitthvað í gangi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Verður næst dýrasti leikmaður í sögu félagsins

Verður næst dýrasti leikmaður í sögu félagsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stelpurnar hefja leik í Noregi á morgun

Stelpurnar hefja leik í Noregi á morgun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rúnar Alex kemur Arnari til varnar eftir mikla gagnrýni

Rúnar Alex kemur Arnari til varnar eftir mikla gagnrýni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool og Juve skoða skipti

Liverpool og Juve skoða skipti
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nýr samningur færir þeim fleiri milljarða

Nýr samningur færir þeim fleiri milljarða