fbpx
Fimmtudagur 30.júní 2022
433Sport

Skemmdarverk Guðmundar í Kópavogi sáust greinilega í gær – Sjáðu þegar Guðmundur reiddist

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. maí 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Magnússon sóknarmaður Fram missti stjórn á skapi sínu á sunnudag og vann skemmdarverk á auglýsingaskilti Breiðabliks. Þetta sést augljóslega á myndbandi og myndum.

Atvikið sást í sjónvarpinu og beint eftir atvikið mátti sjá skemmdina á skiltinu, skemmdin sást svo enn betur í gær þegar Breiðablik og Valur áttust við í Bestu deild kvenna.

Guðmundur sem hafði skorað í leiknum varð ansi reiður þegar Höskuldur Gunnlaugsson skoraði þriðja mark Blika í leiknum og kom liðinu í 3-2. Blikar unnu að lokum 4-3 sigur í fjörugum leik.

Eftir markið hljóp Guðmundur að skiltinu og sparkaði í það af öllu afli svo nú er stór blettur á skiltinu þar sem auglýsingarnar rúlla í gegn.

video

Skemmdin sást betur í leik kvennaliðs Blika í gær en Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdarstjóri Breiðabliks var ekki meðvitaður um málið þegar 433.is ræddi við hann í dag en hann sagðist ætla að skoða málið eftir ábendingu blaðamanns.

Skemmdin á skiltinu sést svo greinilega á myndunum hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ronaldo höfðar skaðabótamál – Ásökun um hrottalega nauðgun var vísað frá

Ronaldo höfðar skaðabótamál – Ásökun um hrottalega nauðgun var vísað frá
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Brandarinn sem á að hafa stútað sambandinu

Brandarinn sem á að hafa stútað sambandinu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Myndir af Lewandowski og Xavi vekja mikla athygli – ,,Svikari“

Myndir af Lewandowski og Xavi vekja mikla athygli – ,,Svikari“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hólmbert óstöðvandi í norska bikarnum

Hólmbert óstöðvandi í norska bikarnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fjölmargir mótmæla nýjum styrktaraðila Everton – Stærsti samningurinn frá upphafi

Fjölmargir mótmæla nýjum styrktaraðila Everton – Stærsti samningurinn frá upphafi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hafna því að fá leikmann Tottenham í staðinn

Hafna því að fá leikmann Tottenham í staðinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var gríðarlegt efni en stóðst aldrei væntingar – Samningur í Tyrklandi

Var gríðarlegt efni en stóðst aldrei væntingar – Samningur í Tyrklandi