fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Heldur í vonina um að reyndari leikmenn gefi aftur kost á sér einn daginn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. maí 2022 14:00

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tæpt ár hafa flestir reyndustu leikmenn íslenska landsliðsins ekki verið með. Ástæðurnar eru misjafnar en ljóst er að með hverju verkefninu er ólíklegt að menn snúi aftur.

Arnar Þór Viðarsson valdi í dag nýjan landsliðshóp og þar er sama sagan og síðustu mánuði. Landsliðsþjálfairnn útilokar þó ekki endurkomur og heldur í vonina.

„Við höfum alltaf sagt að við viljum alla leiki, ég sem þjálfari vill alltaf velja besta liðið sem er í boði. Svo lengi sem leikmenn sem eru meiddir eða gefa ekki kost á sér segja ekki að þeir séu hættir þá vona ég að þeir á betri stað í næsta gluggi og ég geti valið úr fleiri leikmönnum. ÉG vona að þeir komi aftur ef þeir segjast ekki vera hættir, það er fullt af eldri leikmönnum núna sem gefa ekki kost á sér og það eru mismunandi ástæður. Hvort sem menn eru meiddir eða persónulegt,“ segir Arnar

Meira:
Arnar opinberar nýjan landsliðshóp: Hákon Arnar fær tækifæri – Aron Einar ekki í hóp

Hann sagðist hafa rætt við Jón Daða Böðvarsson sem gaf ekki kost á sér, hann hefur í tæpan mánuð verið í fríi og er að mæta til æfinga hjá Bolton um miðjan mánuðinn.

Arnar sagðist hafa rætt við Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson. „Jói er að koma til baka eftir meiðsli og er að byrja að æfa út á velli. Alfreð er kominn aðeins lengra en hann vill ná sér að fullu. Alfreð er að renna út af samningi og þá er alltaf spurning hvort leikmaður sé að taka þá áhættu að spila landsleik og meiðast. Miðað við meiðslasögu Alfreðs þá skilur maður þetta. Vonandi getum við valið hann í næsta glugga.“

Guðlaugur Victor Pálsson gaf ekki kost á sér í þetta verkefni af persónulegum fjölskyldu ástæðum að sögn Arnars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Haaland fjárfestir í fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir hárið

Haaland fjárfestir í fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir hárið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stórfurðuleg ákvörðun UEFA útskýrð

Stórfurðuleg ákvörðun UEFA útskýrð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Áhugaverðar niðurstöður úr leikmannakönnun – Eitt nafn afar áberandi

Áhugaverðar niðurstöður úr leikmannakönnun – Eitt nafn afar áberandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hlustaðu á það sem gekk á fyrir norðan: Heimir lét Hallgrím heyra það – „Ég er ekki búinn að segja orð við þig og svo ertu rífandi kjaft“

Hlustaðu á það sem gekk á fyrir norðan: Heimir lét Hallgrím heyra það – „Ég er ekki búinn að segja orð við þig og svo ertu rífandi kjaft“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tilkynna samning Andra með skemmtilegu myndbandi – „Lyngby er fjölskylda mín og heimili mitt“

Tilkynna samning Andra með skemmtilegu myndbandi – „Lyngby er fjölskylda mín og heimili mitt“
433Sport
Í gær

Svona er staðan í baráttunni um auka Meistaradeildarsætið – Mjótt á munum

Svona er staðan í baráttunni um auka Meistaradeildarsætið – Mjótt á munum
433Sport
Í gær

Eftir röð hneyksla eignaðist hún sjötta barn knattspyrnumannsins á dögunum

Eftir röð hneyksla eignaðist hún sjötta barn knattspyrnumannsins á dögunum