fbpx
Laugardagur 02.júlí 2022
433Sport

Hólmar hjólar í stjórn Keflavíkur – ,,Skuldinni skellt á okkur félagana og okkur beinlínis hent í ruslið“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 09:40

Hólmar Örn Rúnarsson og Bjarni Jóhannsson, þjálfarar Njarðvíkur / Mynd.: Njarðvík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hólmar Örn Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur og fyrrum leikmaður Keflavíkur, er í viðtali við Víkurfréttir í tilefni þess að Njarðvík og Keflavík mætast í grannaslag í Mjólkurbikarnum á morgun. Í viðtalinu er Hólmar Örn ómyrkur í máli gagnvart stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur og vill meina að framkoma hennar í sinn garð sem og annarra fyrrum leikmanna liðsins hafi verið fyrir neðan allar hellur.

Hólmar Örn segir að þáverandi formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur sem og varaformaður deildarinnar hefðu geta staðið betur að starfslokum sínum, Einars Orra Einarssonar og Harðar Sveinssonar hjá Keflavík árið 2018 en Hólmar á yfir 200 leiki fyrir félagið á sínum ferli.

,,Eftir slakt tímabil var skuldinni skellt á okkur félagana og okkur beinlínis hent í ruslið í orðsins fyllstu merkingu – eftir allt sem við höfðum gert fyrir félagið,“ segir Hólmar Örn og á þá við tímabilið 2018 þegar að Keflavík vann ekki leik í efstu deild og féll niður í 1. deild með aðeins 4 stig.

Hólmar Örn vill meina að hann, Einar Orri og Hörður hafi verið látnir taka sökina fyrir slæmu gengi Keflavíkur, skuldinni hafi verið skellt á þá.

„Viðskilnaðurinn við Keflavík var sár og maður jafnar sig ekki svo auðveldlega eftir svona spark – en nú er kominn tími til að jafna um sakirnar,“ segir Hólmar í samtali við Víkurfréttir og á þá við leik Keflavíkur og Njarðvíkur í Mjólkurbikarnum á morgun.

,,Við munum gefa okkur alla í leikinn og sjá til þess að Keflavík komist ekki lengra í bikarkeppninni þetta árið. Það verður enginn afsláttur veittur á komandi miðvikudag.“

Í aðdraganda leiksins var gerður skets sem á að sýna það hvernig framkoma stjórnar knattspyrnudeildar Keflavíkur á að hafa verið í garð Hólmars, Einars og Harðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óvænt tíðindi – Mo Salah framlengir við Liverpool

Óvænt tíðindi – Mo Salah framlengir við Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Framtíðin í lausu lofti en De Jong fór á skeljarnar

Framtíðin í lausu lofti en De Jong fór á skeljarnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja Jesse Lingard til að fylla skarðið

Vilja Jesse Lingard til að fylla skarðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Björn dregur fram staðreyndir – Karlar fá sextán sinnum meiri pening en konur

Björn dregur fram staðreyndir – Karlar fá sextán sinnum meiri pening en konur
433Sport
Í gær

Man Utd að sigra kapphlaupið við Arsenal?

Man Utd að sigra kapphlaupið við Arsenal?
433Sport
Í gær

Juventus enn ekki búið að ná samkomulagi við Pogba

Juventus enn ekki búið að ná samkomulagi við Pogba
433Sport
Í gær

Aron Einar framlengir við Al-Arabi

Aron Einar framlengir við Al-Arabi
433Sport
Í gær

Landsliðsmarkvörðurinn í viðræðum um nýjan samning

Landsliðsmarkvörðurinn í viðræðum um nýjan samning