fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Lögreglan rannsakar mál Vieira – Skoða hvernig eigi að refsa Everton

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 21. maí 2022 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi stuðningsmanna Everton hljóp inn á í leikslok eftir að liðið tryggði veru sína í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð með sigri á Crystal Palace í fyrrakvöld. Einn áhorfandi átti í útistöðum við Patrick Vieira, stjóra Palace, eftir leik í gær sem endaði með því að fyrrum miðjumaðurinn sparkaði hann niður.

Lögreglan á Merseyside-svæðinu hefur staðfest að hún sé að skoða atvikið. „Við erum að vinna með Everton í að reyna að safna saman öllu myndefni úr öryggismyndavélum ásamt því að við erum að ræða við vitni.“

Þá gæti Vieira átt yfir höfði sér þriggja leikja bann eftir að enska knattspyrnusambandið hefur skoðað málið. Það er þó búist við því að hann sleppi með viðvörun þar sem hann var á vellinum af góðum og gildum ástæðum, ekki þeir sem voru að angra hann. Það sé því litið á þetta sem sjálfsvörn.

Everton gæti þá átt yfir höfði sér refsingu vegna þess fjölda sem réðist inn á völlinn. Líklegt er að félagið fái þunga sekt en sleppi við áhorfendabann, þó síðarnefndi kosturinn sé nefndur sem möguleiki.

Enska knattspyrnusambandið hefur áhyggjur af því vandamáli að fólk hlaupi inn á völlinn. Fyrr í vikunni skallaði áhorfandi Billy Sharp, leikmann Sheffield United, eftir að stuðningsmenn Nottingham Forest höfðu ráðist inn á völlinn til að fagna sigri sinna manna á Sharp og félögum.

Enska úrvalsdeildin hefur þegar haldið neyðarfund þar sem ákveðið var að félög þyrftu að manna leiki sína með öryggisvörðum sem eru sérbúnir undir að takast á við það ef fólk hleypur inn á völlinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
433Sport
Í gær

Telur að Salah sé fyrir löngu búinn að semja við annað lið en Liverpool

Telur að Salah sé fyrir löngu búinn að semja við annað lið en Liverpool
433Sport
Í gær

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu