fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Besta deildin: Tveir með þrennu í níu marka veislu – Fram náði í fyrsta stigið

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 2. maí 2022 21:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum var að ljúka í Bestu deild karla rétt í þessu. Stjarnan sigraði Víkinga í stórkostlegum markaleik og Fram og ÍA skildu jöfn.

Víkingar byrjuðu leikinn af krafti og kom Nikolaj Hansen heimamönnum yfir strax á 3. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Birni Snæ Ingasyni. Víkingar hefðu getað bætt við öðru marki stuttu síðar en inn fór boltinn ekki.

Gestirnir í Stjörnunni náðu að koma sér betur inn í leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og jafnaði Emil Atlason metin á 19. mínútu leiksins með flottu skoti eftir undirbúning frá Óskari Erni Haukssyni og Adolfi Daða Birgissyni.

Þá tóku við ótrúlega skemmtilegar mínútur. Adolf Daði Birgisson kom Stjörnunni yfir á 27. mínútu eftir frábæra sendingu frá Ísaki Andra Sigurgeirssyni. Emil Atlason skoraði þriðja mark Stjörnunnar aðeins tveimur mínútum síðar eftir skyndisókn en Víkingar vildu fá vítaspyrnu stuttu áður.

Kristall Máni Ingason minnkaði muninn á 33. mínútu, vel klárað hjá honum eftir darraðardans í teignum. Liðin fengu svo færi nánast í hverri sókn og leikurinn afar hraður og skemmtilegur. Nikolaj Hansen taldi sig hafa jafnað metin undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Gestirnir leiddu 2-3 þegar flautað var til hálfleiks eftir stórkostlegan fyrri hálfleik.

Markaveislan hélt áfram í seinni hálfleik, Eggert Aron Guðmundsson skoraði fjórða mark Stjörnunnar á 64. mínútu og nokkrum mínútum síðar fengu Víkingar vítaspyrnu. Kristall Máni tók spyrnuna og skoraði örugglega og minnkaði muninn aftur. Fimm mínútum síðar skoraði Emil Atlason fimmta mark Stjörnunnar og fullkomnaði þrennu sína með skalla eftir frábæran bolta frá Óla Val Ómarssyni.

Veislan hélt bara áfram fyrir áhorfendur en Kristall Máni minnkaði muninn fyrir Víkinga á 80. mínútu og náði því einnig að skora þrennu.

Víkingur 4 – 5 Stjarnan
1-0 Nikolaj Hansen (´3)
1-1 Emil Atlason (´19)
1-2 Adolf Daði Birgisson (´27)
1-3 Emil Atlason (´29)
2-3 Kristall Máni Ingason (´33)
2-4 Eggert Aron Guðmundsson (´64)
3-4 Kristall Máni Ingason (´68)
3-5 Emil Atlason (´73)
4-5 Kristall Máni Ingason (´80)

Á sama tíma tók Fram á móti ÍA. Guðmundur Magnússon kom heimamönnum yfir á 23. mínútu eftir sendingu frá Alberti Hafsteinssyni. Gestirnir ógnuðu marki Framara trekk í trekk eftir markið og uppskáru á 42. mínútu er Eyþór Aron Wöhler jafnaði metin með skalla. Engin mörk voru skoruð í seinni hálfleik og 1-1 jafntefli því niðurstaðan hér í kvöld.

Fram 1 – 1 ÍA
1-0 Guðmundur Magnússon (´23)
1-1 Eyþór Aron Wöhler (´42)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið