fbpx
Þriðjudagur 05.júlí 2022
433Sport

Vanda segir Arnari heimilt að velja Aron Einar í næsta landsliðshóp

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. maí 2022 08:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Viðarssyni landsliðsþjálfara er heimilt að velja Aron Einar Gunnarsson í næsta landsliðshóp sinn en KSÍ undirbýr nú regluverk í kringum starf sambandsins. Frá þessu er sagt í Fréttablaðinu í dag.

„Eins og staðan er núna þá eru engar reglur sem banna landsliðsþjálfara að velja ákveðna leikmenn,“ segir Vanda, aðspurð hvort Arnar gæti valið Aron í samtali við Fréttablaðið.

Aron og Eggert Gunnþór Jónsson voru síðasta haust kærðir fyrir nauðgun. Íslenska kona sakar mennina um að hafa nauðgað sér í Kaupmannahöfn árið 2010. Lögreglan hafði í febrúar lokið rannsókn málsins og í síðustu viku var það héraðssaksóknari sem felldi málið niður.

Aron hefur frá því að málið kom upp ekki verið í íslenska landsliðshópnum en ÍSÍ hefur undanfarið unnið að reglum í því hvernig taka skal á svona málum þegar þau koma upp. Slíkar reglur áttu að vera tilbúnar í mars en hafa ekki skilað sér.

„Vonandi klárast þessi vinna sem allra fyrst. Þar sem þetta hefur dregist hefur KSÍ farið af stað í að útbúa bráðabirgðareglur sem eiga að verða tilbúnar á næstu vikum,“ segir Vanda við Fréttablaðið en Aron hefur á ferli sínum leikið 97 landsleiki.

Þá segir Vanda að hún hafi ekki átt samtal við Aron Einar eftir að málið kom upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Manchester United veit ekkert hvað er í gangi

Manchester United veit ekkert hvað er í gangi
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu byrjunarlið Víkings gegn Malmö í Meistaradeildinni – Tvær breytingar

Sjáðu byrjunarlið Víkings gegn Malmö í Meistaradeildinni – Tvær breytingar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Malacia mættur inn um dyrnar – Sá fyrsti sem ten Hag fær

Malacia mættur inn um dyrnar – Sá fyrsti sem ten Hag fær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Öskureiður eftir að launin voru lækkuð um næstum 20 milljónir – Þénar nú um 60 milljónir á viku

Öskureiður eftir að launin voru lækkuð um næstum 20 milljónir – Þénar nú um 60 milljónir á viku
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Partey ferðaðist með Arsenal til Þýskalands

Partey ferðaðist með Arsenal til Þýskalands
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Króli skiptir um lið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eiður Smári hefur engu gleymt – Sjáðu magnaða takta í kvöld

Eiður Smári hefur engu gleymt – Sjáðu magnaða takta í kvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segja að Salah hafi verið reiðubúinn að semja aftur við Chelsea

Segja að Salah hafi verið reiðubúinn að semja aftur við Chelsea