fbpx
Laugardagur 02.júlí 2022
433Sport

Tók höfuðkúpu með sér á völlinn – „Hann hefði verið stoltur“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 06:50

Aranda með höfuðkúpuna á vellinum. Mynd:Roy Nemer/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má ekki taka hvað sem er með inn á knattspyrnuvöll en ef maður þarf endilega að taka eitthvað með sér þá er bara að vona að starfsfólkið sé ekki vel vakandi og maður sleppi inn með það sem maður vill taka með inn.

Það var hugsanlega það sem gerðist í Buenos Aires um síðustu helgi. Þá tókst Gabriel Aranda, stuðningsmanni Racing Club, að taka höfuðkúpu afa síns með inn á völlinn þegar liðið mætti Boca Juniors.

Argentínski blaðamaðurinn Roy Nemer skýrði frá þessu á Twitter og birti mynd af Aranda með höfuðkúpuna.

Marva segir að sérstök ástæða sé fyrir að Aranda gerði þetta. Hún er að Racing Club vann meistaratitilinn 2019. Þá gróf Aranda höfuðkúpu afa síns upp til að hann gæti tekið þátt í fagnaðinum vegna meistaratitilsins. Afinn var mikill stuðningsmaður Racing Club í lifanda lífi og hefði „verið stoltur af þessu augnabliki“ að mati Aranda.

Í kjölfarið virðist það vera orðin hefð hjá Aranda að taka höfuðkúpuna með sér á völlinn. Afinn hefði þó væntanlega ekki verið sáttur við úrslitin um helgina en Boca Juniors unnu og komast í úrslitaleikinn um argentínska meistaratitilinn en Racing Club situr eftir með sárt ennið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óvænt tíðindi – Mo Salah framlengir við Liverpool

Óvænt tíðindi – Mo Salah framlengir við Liverpool
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Framtíðin í lausu lofti en De Jong fór á skeljarnar

Framtíðin í lausu lofti en De Jong fór á skeljarnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja Jesse Lingard til að fylla skarðið

Vilja Jesse Lingard til að fylla skarðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Björn dregur fram staðreyndir – Karlar fá sextán sinnum meiri pening en konur

Björn dregur fram staðreyndir – Karlar fá sextán sinnum meiri pening en konur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Man Utd að sigra kapphlaupið við Arsenal?

Man Utd að sigra kapphlaupið við Arsenal?
433Sport
Í gær

Juventus enn ekki búið að ná samkomulagi við Pogba

Juventus enn ekki búið að ná samkomulagi við Pogba
433Sport
Í gær

Aron Einar framlengir við Al-Arabi

Aron Einar framlengir við Al-Arabi
433Sport
Í gær

Landsliðsmarkvörðurinn í viðræðum um nýjan samning

Landsliðsmarkvörðurinn í viðræðum um nýjan samning