fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
433Sport

Borussia Dortmund kaupir leikmann FH

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 16. maí 2022 19:13

Mynd/FH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska stórliðið Borussia Dortmund hefur fest kaup á Cole William Campbell, leikmanni FH. Það er Sky í Þýskalandi sem greinir frá þessu.

Campbell er 16 ára gamall og á íslenska móður og bandarískan föður. Bayern Munchen hafði einnig áhuga á Campbell sem lék sinn fyrsta leik fyrir FH á síðustu leiktíð og hefur verið eftirsóttur af félögum víðsvegar um Evrópu.

Campbell er sóknarþenkjandi miðjumaður og á fimm leiki að baki fyrir U17 ára landslið Íslands og hefur skorað í þeim tvö mörk. Hann mun spila fyrir unglinga- og varalið Dortmund á næstu leiktíð.

Campbell hefur áður greint frá því að hann vilji feta í fótspor móður sinnar, Rakelar Bjarkar Ögmundsdóttur, og spila fyrir íslenska A-landsliðið í framtíðinni en Rakel lék á sínum tíma fyrir íslenska kvennalandsliðið og skoraði sjö mörk í tíu leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óvænt tíðindi – Mo Salah framlengir við Liverpool

Óvænt tíðindi – Mo Salah framlengir við Liverpool
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Framtíðin í lausu lofti en De Jong fór á skeljarnar

Framtíðin í lausu lofti en De Jong fór á skeljarnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vilja Jesse Lingard til að fylla skarðið

Vilja Jesse Lingard til að fylla skarðið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Björn dregur fram staðreyndir – Karlar fá sextán sinnum meiri pening en konur

Björn dregur fram staðreyndir – Karlar fá sextán sinnum meiri pening en konur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Man Utd að sigra kapphlaupið við Arsenal?

Man Utd að sigra kapphlaupið við Arsenal?
433Sport
Í gær

Juventus enn ekki búið að ná samkomulagi við Pogba

Juventus enn ekki búið að ná samkomulagi við Pogba
433Sport
Í gær

Aron Einar framlengir við Al-Arabi

Aron Einar framlengir við Al-Arabi
433Sport
Í gær

Landsliðsmarkvörðurinn í viðræðum um nýjan samning

Landsliðsmarkvörðurinn í viðræðum um nýjan samning