fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Kveðjustund hjá Borussia Dortmund í dag

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 14. maí 2022 15:35

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hálfgerð kveðjustund var haldin á Signal Iduna Park, heimavelli þýska knattspyrnufélagsins Borussia Dortmund í dag.

Erling Haaland kvaddi stuðningsmenn Dortmund fyrir leik liðsins gegn Hertha Berlin í síðasta leik Norðmannsins fyrir félagið en hann samdi við Manchester City á dögunum. Haaland skilur við Dortmund með 85 mörk í 88 leikjum.

Fjölmargir aðrir leikmenn eru á förum frá Dortmund í sumar, þar á meðal Marcel Schmelzer, Axel Witsel, Roman Burki, Dan-Axel Zagadou og Marvin Hitz.


Schmelzer hefur varið öllum sínum knattspyrnuferli hjá Dortmund og sást tárast er hann veifaði stuðningsmönnum félagsins fyrir leikinn í dag.

Michael Zorc, yfirmaður knattspyrnumála og goðsögn hjá félaginu, var líka vel fagnað af stuðningsmönnum. Zorc hefur verið hjá Dortmund frá árinu 1981, fyrst sem leikmaður, en síðar gegndi hann starfi þjálfara og yfirmanni knattspyrnumála.

Zorc fékk Ilkay Gundogan, Henrikh Mkhitaryan, Pierre-Emerick Aubameyang, Ousmane Dembele, Jadon Sancho og Haaland til Dortmund fyrir 86.8 milljónar evra samanlagt áður en þeir voru seldir fyrir rúmlega 431 milljónir evra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Leikmenn Arsenal í rusli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit