fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
433Sport

Verjandi Vardy segir Rooney skorta sönnunargögn – ,,Þín trú er ekki sönnunargagn“

433
Föstudaginn 13. maí 2022 16:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Coleen Rooney kom sér fyrir í vitnastúkunni í dómssalnum en í dag rann upp fjórði dagurinn í meiðyrðamáli Rebekuh Vardy gegn henni. Rooney sakar Vardy um að leka upplýsingum um einkalíf Rooney-fjölskylduna í slúðurmiðla en verjandi Vardy segir Rooney skorta sönnunargögn.

Rooney nefndi sérstaklega eitt mál sem tengdist hjónabandsvandræðum hennar og eiginmannsins Wayne Rooney, fyrrum leikmanns Manchester United og knattspyrnustjóra Derby County á sínum tíma en upplýsingum um það mál var lekið eftir að mynd af Wayne með börnum sínum birtist á Instagram-reikningi Coleenar.

Hugh Tomlinson gaf ekkert eftir er hann þjarmaði að Rooney í vitnastúkunni fyrr í dag. Hún var hins vegar ekki sammála þeirri fullyrðingu verjandans að hana skorti sönnunargögn um að Vardy hafi lekið upplýsingunum til slúðurmiðla gegn greiðslu.

,,Það er mín trú að ég geri það (búi yfir sönnunargögnum),“sagði Rooney í vitnastúkunni í dag og svaraði Tomlinson.

„Ég tel að lekinn hafi komið frá Instagram-reikningnum og ég tel að Vardy hafi vitað að þetta var að gerast – hvort sem það var Vardy sjálf eða einhver tengdur henni sem hefur lekið þessu.

Tomlinson benti Rooney þá á að trú hennar jafngildi ekki sönnunargögnum og tók sem dæmi aðstæður nátengdar eiginmanni hennar:

,,Þú gætir trúað að Derby County geti unnið ensku úrvalsdeildina innan tveggja ára en það þýðir ekki að það muni gerast,“ sagði Tomlinson en Wayne Rooney, eiginmaður Coleenar er knattspyrnustjóri Derby County sem er nýfallið niður í ensku C-deildina.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kane tilbúinn að skrifa undir nýjan samnnig við Tottenham

Kane tilbúinn að skrifa undir nýjan samnnig við Tottenham
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Keppinautur Haaland um byrjunarliðssæti hjá Englandsmeisturunum skoraði sex í gær

Keppinautur Haaland um byrjunarliðssæti hjá Englandsmeisturunum skoraði sex í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lengjudeild kvenna: HK og Tindastóll með sigra

Lengjudeild kvenna: HK og Tindastóll með sigra
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Roma fyrsti Sambandsdeildarmeistarinn – Mourinho unnið alla Evrópumeistaratitlanna

Roma fyrsti Sambandsdeildarmeistarinn – Mourinho unnið alla Evrópumeistaratitlanna
433Sport
Í gær

Salah ætlar að vera áfram en hljóðið í Mane er annað

Salah ætlar að vera áfram en hljóðið í Mane er annað
433Sport
Í gær

Sjáðu allt það besta frá Jack Grealish eftir helgina – Jarðaði liðsfélaga sinn

Sjáðu allt það besta frá Jack Grealish eftir helgina – Jarðaði liðsfélaga sinn