fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
433Sport

Arteta öskuillur í viðtali eftir leik – „Settur í sex mánaða bann ef ég segi hvað mér finnst“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 12. maí 2022 21:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham og Arsenal mættust í gríðarlega mikilvægum leik í baráttuna um Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Félögin eru erkifjendur og mátti heyra rafmagnað andrúmsloft á vellinum í kvöld.

Arsenal byrjaði leikinn af meiri krafti en eftir 20 mínútna leik fékk Tottenham vítaspyrnu þegar Cedric Soares stjakaði við Heung-Min Son innan teigs. Harry Kane fór á punktinn og skoraði. Tíu mínútum síðar fékk Rob Holding, miðvörður Arsenal, sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir viðskipti við Son.

Kane fór langleiðina með að gera út um leikinn fimm mínútum síðar þegar hann kom heimamönnum í 2-0. Son gerði út um leikinn snemma seinni hálfleiks með þriðja marki Tottenham.

Það gerðist ekki mikið meira markvert og urðu lokatölur 3-0. Arsenal er áfram í fjórða sæti deildarinnar, nú aðeins stigi á undan Tottenham þegar bæði lið eiga tvo leiki eftir.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var mjög reiður út í þær ákvarðanir sem féllu gegn Arsenal í kvöld. „Ef ég segi hvað mér finnst verð ég settur í sex mánaða bann. Mér líkar ekki að ljúga svo ég kýs að segja ekki það sem mér finnst.“

„Ég er svo stoltur af leikmönnunum mínum. Þú getur spurt dómarann um að koma hingað og útskýra ákvarðanir sínar. Þetta er svo leitt því svo fallegur leikur var skemmdur í dag.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Varpaði ljósi á ógeðfellt dýraníð og gerandinn horfði undan – ,,Ég sver að ég drep hann“

Varpaði ljósi á ógeðfellt dýraníð og gerandinn horfði undan – ,,Ég sver að ég drep hann“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag tjáir sig um stöðu Ronaldo í sínum áætlunum – Leikmaður í útlegð gæti fengið ferskt upphaf

Ten Hag tjáir sig um stöðu Ronaldo í sínum áætlunum – Leikmaður í útlegð gæti fengið ferskt upphaf
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er maðurinn sem stjörnurnar vilja í verkið – Ferðast um heiminn og var fenginn í sérverkefni á HM 2018

Þetta er maðurinn sem stjörnurnar vilja í verkið – Ferðast um heiminn og var fenginn í sérverkefni á HM 2018
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vandræðagemsinn stal fyrirsögnunum á titilfögnuði City – ,,Takið hann af velli sem fyrst“

Vandræðagemsinn stal fyrirsögnunum á titilfögnuði City – ,,Takið hann af velli sem fyrst“
433Sport
Í gær

Ætlaði að ræða við nýjan stjóra Man Utd en lenti þess í stað í stappi við öryggisvörð – „Ekki ýta mér, þú ert í sjónvarpinu“

Ætlaði að ræða við nýjan stjóra Man Utd en lenti þess í stað í stappi við öryggisvörð – „Ekki ýta mér, þú ert í sjónvarpinu“
433Sport
Í gær

Sjáðu sturluð tilþrif Balotelli í leik með Birki og félögum

Sjáðu sturluð tilþrif Balotelli í leik með Birki og félögum