fbpx
Miðvikudagur 18.maí 2022
433Sport

Búast við hitafundi á mánudag – „Við erum ekkert með endalaust pláss“

433
Sunnudaginn 1. maí 2022 21:00

Hásteinsvöllur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um gervigras og hallarstæði í Vestmannaeyjum, í íþróttavikunni með Benna Bó sem er á dagskrá Hringbrautar alla föstudaga klukkan 21. Pálmi Rafna Pálmason, fyrirliði KR, sat í settinu með Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs en það er hart tekist á um í kommenta kerfinu um hvort eigi að gera.

Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður ÍBV, og Ingi Sigurðsson, fyrrum stjórnarmaður KSÍ hafa eldað grátt silfur og er búist við hitafundi á mánudag þegar farið verður yfir þær breytingar sem gerðar verða á Hásteinsvelli í haust. Bæjarstjórn ÍBV og aðalstjórn félagsins hafa tekið ákvörðun um að leggja gervigras á Hásteinsvöll.

Til umræðu hafði verið að byggja við höllina sem nú er staðsett í Eyjum en í upphafi var hún sett upp með þeim möguleika að stækka hana.

video

Ákvörðun var hins vegar tekinn um að ráðast fyrst í þá framkvæmd að leggja gervigras á Hásteinsvöll en það er umdeild ákvörðun.

„Það er dýrari framkvæmd að byggja við höllina en leggja gervigras og aðalstjórn ÍBV þurfti að velja og hafna,“ segir Hörður en hann skrifaði um málið í vikunni.

Pálmi segir aðspurður um gras og gervigras að hann kjósi að spila á grasi. „Ég er meira fyrir grasið. Á Íslandi er síðan spurning hvort það sé hægt. Við erum með Magga Bö, töframann og vallarvörð, sem hefur gert kraftaverk með Meistaravelli. Við erum ekkert með endalaust pláss og yfir vetrartímann er ekkert verið að æfa á grasvöllunum alveg sama hvað. Þar missum við mikið pláss til að hafa æfingar á sem leysist með gervigrasi.“

Pálmi er alinn upp á Húsavík sem hefur alið af sér fjölmarga gæðaknattspyrnumanninn og þar á bæ er frábært gervigras. „Eini ókosturinn við gervigrasið þar er að nú er Völsungur ekki lengur langbestir í innanhúsbolta,“ sagði hann og hló. „Það er mikilvægt að geta farið og æft fótbolta allt árið um kring. Þetta er ekkert eins og þetta var í gamla daga. Að leikmenn séu að æfa hand- eða körfubolta á veturna og fari síðan í fótbolta yfir sumarið. Þá þarf að hafa aðstæður fyrir það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar Þór reynir að sannfæra Hólmar um að hætta við að hætta

Arnar Þór reynir að sannfæra Hólmar um að hætta við að hætta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Haraldur og Sævar takast á um refsingar dómstólsins – „Metið mun alvarlegra að fara í höfuð/andlit“

Haraldur og Sævar takast á um refsingar dómstólsins – „Metið mun alvarlegra að fara í höfuð/andlit“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrottaleg líkamsárás fyrir allra augum í gær – Sjáðu hvað gerðist

Hrottaleg líkamsárás fyrir allra augum í gær – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tók höfuðkúpu með sér á völlinn – „Hann hefði verið stoltur“

Tók höfuðkúpu með sér á völlinn – „Hann hefði verið stoltur“
433Sport
Í gær

Fær aðeins eins leiks bann fyrir olnbogaskotið

Fær aðeins eins leiks bann fyrir olnbogaskotið
433Sport
Í gær

Staðan í Grafarvogi kemur á óvart – „Var eiginlega bara sjokkeraður“

Staðan í Grafarvogi kemur á óvart – „Var eiginlega bara sjokkeraður“
433Sport
Í gær

Myndirnar sem umdeildur dómari í Borgarnesi birtir vekja upp stórar spurningar – „Algjört högg“

Myndirnar sem umdeildur dómari í Borgarnesi birtir vekja upp stórar spurningar – „Algjört högg“
433Sport
Í gær

Myndir af Ronaldo í myndatöku leka á netið – Þetta eiga að vera nýjar treyjur United

Myndir af Ronaldo í myndatöku leka á netið – Þetta eiga að vera nýjar treyjur United