fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Færð þvílíkar móttökur í Bolton ef vegabréfið er blátt – ,,Í guðatölu þarna“

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 9. apríl 2022 18:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga hjá nýja félagi sínu, Íslendingaliðinu Bolton. Rætt var um stöðu Jóns Daða í þættinum Íþróttavikan með Benna Bó og þá staðreynd að Íslendingar eru elskaðir þar eftir afrek fyrrum atvinnumanna þjóðarinnar í knattspyrnu.

Benedikt Bóas, umsjónarmaður þáttarins, spurði fyrrum framherjann Albert Brynjar Ingason sem var einn af sérfræðingum þáttarins, hvort það skipti ekki máli að finna fyrir svona mikilli ást frá stuðningsmönnum félagsins en Jón Daði hafði verið í frystikistunni hjá Millwall áður en hann skipti yfir til Bolton.

,,Það gerir það. Þetta er ábyggilega sú staða á vellinum sem þú þarft á hvað mestu sjálfstrausti að halda og fyrir hann að fá svona mikið pepp með sér frá stuðningsmönnum þegar að hann skiptir yfir til Bolton. Það hjálpar honum að aðlagast og Bolton er okkar Íslendingaklúbbur.“

,,Það eru íslenskir fánar út um allt og guttar að syngja lög um hann, það virðist einhvern veginn allt vera í blóma,“ bætti Benedikt Bóas þá við.

Albert tók undir þessi orð Benedikts. ,,Það mætti halda að hann hefði átt langan feril þarna hjá félaginu áður og væri að snúa til baka.“

Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs, var einnig einn af sérfræðingum þáttarins.
,,Ef vegabréfið þitt er blátt, þá ertu í guðatölu þarna í Bolton.“

Nánari umfjöllun um stöðu Jóns Dags Böðvarssonar hjá Bolton má sjá hér fyrir neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
Hide picture