fbpx
Miðvikudagur 18.maí 2022
433Sport

Bálreiður Tuchel vakti langt fram eftir nóttu og tróð í sig súkkulaði – „Hundurinn var öruggur“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 9. apríl 2022 10:30

Thomas Tuchel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, viðurkennir að hann hafi verið bálreiður eftir 1-3 tap gegn Real Madrid á heimavelli í vikunni. Liðin mættust á miðvikudag í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Útlitið er svart fyrir Chelsea fyrir seinni leikinn í Madríd á þriðjudag.

„Að vera reiður heila nótt er óvenjulegt fyrir mig. Stundum er ég reiður í leikjum en eftir leiki kýs ég yfirleitt að tjá mig ekki mikið ef ég er ekki sáttur. En tilfinningin varði lengur,“ sagði Tuchel.

„Ég horfði aftur á leikinn og kom reiður heim um miðja nótt. Um morguninn horfði ég svo aftur á hann og varð aftur reiður. Ég var samt ekki svakalega reiður, hundurinn var öruggur. En magnið af súkkulaði sem ég þurfti að borða til að geta horft aftur á leikinn var mikið.“

„Á einhverjum tímapunkti þarftu að stoppa, fara inn í eldhús og slaka á. Ég svaf aðeins en ekki mikið.“

„Við bendum ekki á hvorn annan. Við vorum ekki upp á okkar besta og þess vegna vorum við reiðir. Mér finnst betra að láta leikmenn vita af því, vera hreinskilinn. Það er mikilvægt að leikmenn geti tekið því ef þjálfarinn er reiður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Emil Atlason framlengir í Garðabæ

Emil Atlason framlengir í Garðabæ
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sönnunargögn í Rooney og Vardy málinu birtast – Aðeins aðgangur Vardy skoðaði

Sönnunargögn í Rooney og Vardy málinu birtast – Aðeins aðgangur Vardy skoðaði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bjóða Pogba lúsalaun – Vilja lækka hann um 28 milljónir á viku

Bjóða Pogba lúsalaun – Vilja lækka hann um 28 milljónir á viku
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eyddi hómófóbískum færslum í skjóli nætur eftir að vinur hans kom úr skápnum

Eyddi hómófóbískum færslum í skjóli nætur eftir að vinur hans kom úr skápnum
433Sport
Í gær

Miður sín eftir að hafa verið vikið frá borði – Höguðu sér skelfilega

Miður sín eftir að hafa verið vikið frá borði – Höguðu sér skelfilega
433Sport
Í gær

Er þetta það sem fær Bayern til að skipta um skoðun?

Er þetta það sem fær Bayern til að skipta um skoðun?