fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Wenger um mögulega nýjan samning Salah – ,,Leysir eitt vandamál en býr til annað“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 14:12

Mohamed Salah/ Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri segir að ef svo fari að Mohamed Salah skrifi undir nýjan samning við Liverpool muni það vissulega leysa það vandamál að leikmaðurinn fari ekki til annars liðs. Hins vegar muni nýtt vandamál þá gera vart um sig.

Wenger var spurður út í samningsstöðu Salah í myndveri hjá beinSports á dögunum. Talið er að með nýjum samningi verði Salah launahæsti leikmaður Liverpool og muni fá í kringum 400 þúsund pund á viku.  Sem besti leikmaður liðsins vill Liverpool að sjálfsögðu ekki missa Salah frá sér en Wenger segir að fleiri vandamál munu gera vart um sig eftir að samningurinn hefur verið undirritaður.

,,Þetta leysir eitt vandamál og býr til annað um leið. Félagið verður að spenna bogann eins mikið og það getur til þess að halda leikmanninum en á sama tíma eru hinir leikmennirnir sem eru nálægt honum í gæðum sem vilja það sama. Hins vegar er ekki til nægilega mikill peningur til þess að fullnægja kröfum þeirra allra vegna þess að miklu hefur verið tjaldað til fyrir Salah,“ sagði Arsene Wenger á beinSports.

Wenger segir Salah hins vegar verðskulda þennan samning. ,,Hann hefur átt framúrskarandi tímabil og síðan að hann gekk til liðs við Liverpool hefur hann bara orðið betri og betri með hverju árinu.“

Salah gekk til liðs við Liverpool frá ítalska félaginu Roma í júlí árið 2017. Síðan þá hefur hann spilað 241 leik fyrir félagið, skorað 153 mörk og gefið 57 stoðsendingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls