fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Þorsteinn ánægður með vel leyst verkefni íslenska liðsins – ,,Við ráðum þessu algjörlega sjálf“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 18:41

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands. Mynd - Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands segir það mikilvægt að íslenska landsliðið sé komið í bílstjórasætið í sínum riðli eftir 5-0 sigur gegn Hvíta-Rússlandi í dag í undankeppni HM.

,,Heilt yfir var ég ánægður með leikinn. Mér fannst við leysa þetta vel og það var gott að ná að klára þetta í fyrri hálfleik. Um leið og við fundum svæði og sendingarmögleika fór þetta að funkera vel fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leikinn í dag.

Með sigrinum komst íslenska liðið upp í 1. sæti síns riðils og er með eins stigs forystu á Holland sem vermir 2. sæti.

,,Það er mikilvægt eins og staðan er í dag og hjálpar okkur í framhaldinu (að vera í bílstjórasætinu). Þetta snýst um að tapa sem fæstum stigum. Við ráðum þessu algjörlega sjálf. Þetta snýst um okkur og á þriðjudaginn er mikilvægur leikur upp á að halda þessari stöðu áfram.“

Íslenska liðið mætir Tékklandi á útivelli á þriðjudaginn en sökum þess hvernig leikur dagsins spilaðist náði Þorsteinn að hvíla lykilleikmenn liðsins.

,,Ég var búinn að teikna upp ákveðna hluti miðað við að þetta myndi ganga eftir eins og það gerði. Ég er ánægður með það hvernig við kláruðum þennan leik og hversu sannfærandi sigurinn var því ég hef áður gert ráð fyrir ákveðnum hlutum sem hafa ekki gengið eftir.“

Tveir leikmenn íslenska landsliðsins, þær Glódís Perla Viggósdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, spiluðu í dag sinn 100. A-landsleik fyrir Íslands hönd. Þorsteinn segir það ánægjulegt að sjá leikmenn í kvennaboltanum ná slíkum leikjafjölda.

,,Þetta er risaáfangi og þessar stelpur geta spilað í mörg ár í viðbót. Þetta er afrek og frábært að sjá. Frábært að stelpur í kvennaboltanum nái þessum fjölda leikja.“

Þá voru fleiri jákvæðir punktar í tengslum við íslenska landsliðið í dag en Sara Björk Gunnarsdóttir klæddist landsliðstreyjunni á ný eftir barnsburð.

,,Sara kom fínt út úr þessu. Það kom smá rót á okkur eftir allar þessar skiptingar en flott að hún komi inn og nái að tengja aftur við hópinn og koma sér betur inn í hlutina,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins á blaðamannafundi eftir 5-0 sigur Íslands á Hvíta-Rússlandi í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð