fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Segir Sir Alex enn reiðan við sig fyrir ákvörðun sem hann sér nú eftir

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska knattspyrnugoðsögnin Oliver Kahn, sem á sínum tíma sló í gegn í marki Bayern Munchen og þýska landsliðsins, telur að Sir Alex Ferguson, fyrrum knattpyrnustjóri Manchester United, sé enn reiður við sig fyrir að hafa ekki gengið til liðs við Manchester United á sínum tíma.

Árið er 2003 og Manchester United hafði árin áður ekki tekist að finna verðugan arftaka fyrir Peter Schmeichel sem yfirgaf liðið árið 1999 eftir að liðið hafði unnið þrennuna eins og frægt er orðið. Kahn var efstur á lista forráðamanna Manchester United á þessum tíma en hann hafði ekki áhuga á að fara frá Bayern.

,,Sir Alex Ferguson er ennþá reiður við mig fyrir það. Hann taldi að ég myndi ganga til liðs við Manchester United árið 2003 eða 2004 en ég vildi frekar skapa mér enn stærra nafn hjá Bayern,“ sagði Oliver Kahn í samtali við þýska miðilinn Bild.

Kahn segist sjá eftir þessari ákvörðun sinni í dag. ,,Þegar að ég horfi til baka, þá hefði ég átt að stökkva á þetta. Þetta hefði verið góð áskorun fyrir mig.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Í gær

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Í gær

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“