fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
433Sport

Mike Dean: „Enginn erfiðari en Wenger“

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 20:50

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómarinn Mike Dean, sem leggur flautuna á hilluna að yfirstandandi tímabili loknu, sagði frá því í viðtali á BBC á dögunum hver væri erfiðasti stjórinn sem hann hefði mætt á ferli sínum sem dómari í ensku úrvalsdeildinni.

Nefndi Dean þar Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóra Arsenal. „Það hlýtur að vera Arsene þegar hann var hjá Arsenal,“ sagði Dean.

Mér þótti það alltaf erfitt að dæma leiki Arsenal þegar hann var stjóri. Það var aðallega nærvera hans – hann vildi alltaf sínu liði best og reyndi hvað hann gat að yfirbuga mann.

Ég hef hitt hann eftir að hann hætti í fótbolta og hann hefur tekið vel á móti mér. Fólk breytist þegar það kemur út á knattspyrnuvöllinn, dómarar líka. Við erum venjulegt fólk.“

Frægt er þegar Dean rak Wenger upp í stúku í leik Manchester United og Arsenal á Old Trafford árið 2009 eftir að Wenger sparkaði í vatnsflösku í reiðiskasti þegar mark Van Persie var dæmt af vegna rangstöðu.

Sir Alex Ferguson var þekktur fyrir gefa dómurum í ensku úrvalsdeildinni slæma útreið en Dean segir hann ekki jafnslæman og margir héldu fram.

Hann hlaut mikla gagnrýnni fyrir að segja að hann myndi koma og sparka niður hurðina,“ sagði Dean. „Hann kom stundum og tjáði manni skoðun sína þegar eitthvað mikið fór úrskeiðis, en hann var ekki jafnslæmur og fólk vill meina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ásdís Rán á svakalegu djammi með Kanye West þegar önnur stórstjarna mætti – „Kanye vísar honum út og lítur í aðra átt“

Ásdís Rán á svakalegu djammi með Kanye West þegar önnur stórstjarna mætti – „Kanye vísar honum út og lítur í aðra átt“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Frank Lampard hafnaði áhugaverðu starfi eftir viðræður

Frank Lampard hafnaði áhugaverðu starfi eftir viðræður
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ofurtölvan hefur tekið stokkinn og lesið í hann eftir vendingar helgarinnar

Ofurtölvan hefur tekið stokkinn og lesið í hann eftir vendingar helgarinnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Forráðamenn United verulega ósáttir með þessar fréttir frá helginni

Forráðamenn United verulega ósáttir með þessar fréttir frá helginni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nokkrir leikmenn United bíða eftir fréttum af Ten Hag – Skoða þá hvort þeir verði áfram að reyni að fara

Nokkrir leikmenn United bíða eftir fréttum af Ten Hag – Skoða þá hvort þeir verði áfram að reyni að fara
433Sport
Í gær

Jói Kalli framlengir við KSÍ og mun áfram aðstoða Hareide

Jói Kalli framlengir við KSÍ og mun áfram aðstoða Hareide