fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Ísland skaust á toppinn með yfirburðarsigri

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 17:52

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í dag yfirburðarsigur á Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM 2023. Leikar enduðu með 5-0 sigri Íslands en leikið var á hlutlausum velli í Belgrad. Sigurinn kemur Íslandi í efsta sæti riðilsins.

Tvær íslenskar landsliðskonur, þær Glódís Perla Viggósdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, léku í dag sinn 100. A-landsleik fyrir Íslands hönd.

Það var Dagný  sem kom Íslandi á bragðið í leiknum með marki á 14. mínútu eftir stoðsendingu frá Gunnhildi Yrsu.

Eftir þetta mark litu íslensku stelpurnar aldrei til baka. Gunnhildur Yrsa tvöfaldaði forystu Íslands með marki á 24. mínútu eftir stoðsendingu frá Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og aðeins einni mínútu síðar bætti Berglind við þriðja marki Íslands. Hreint út sagt frábærar mínútur hjá íslenska landsliðinu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og því fór Ísland inn til búningsklefa með örugga forystu.

Aðeins þrjár mínútur höfðu liðið af seinni hálfleik þegar að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir bætti við fjórða marki liðsins með marki beint úr aukaspyrnu og Karólína var síðan aftur á ferðinni á 57. mínútu þegar að hún bætti við fimmta marki Íslands.

Skömmu síðar fór Karólína af velli og inn á í hennar stað kom Sara Björk Gunnarsdóttir sem sneri aftur í íslenska landsliðið eftir barnsburð. Þetta var fyrsti landsleikur hennar síðan í desember árið 2020.

Sara Björk kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik

Hvít-Rússar réðu ekkert við íslenska landsliðið og fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum sem lauk með öruggum 5-0 sigri Íslands.

Ísland kemst með sigrinum upp í 1. sæti riðilsins þar sem liðið situr með 12 stig eftir fimm leiki og einu stigi meira en Holland sem er í 2. sæti.

Næsti leikur Íslands er gegn Tékklandi á þriðjudaginn kemur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði