Liverpool heimsótti Benfica í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðið leiddi verðskuldað eftir fjörugan fyrri hálfleik. Ibrahima Konate kom þeim yfir á 17. mínútu með skallamarki eftir hornspyrnu sem Andy Robertson tók.
Sadio Mane tvöfaldaði forystu Liverpool á 34. mínútu. Trent Alexander-Arnold átti þá frábæra sendingu fram völlinn á Luis Diaz sem skallaði boltann fyrir fætur Mane sem potaði boltanum í netið.
Darwin Nunez minnkaði muninn fyrir Benfica með marki eftir fyrirgjöf Rafa Silva. Heimamenn voru öflugir í kjölfarið en tókst ekki að finna netið á ný. Fyrrum Porto-maðurinn Diaz innsiglaði svo 1- 3 sigur gestanna með marki á 87. mínútu.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir einvíginu hvergi nærri lokið. ,,Einvígið er ekki búið. Við vitum það. Ég vildi að við hefðum ekki gefið þeim tækifærið (til að skora) en svona er fótboltinn, þeir áttu markið líka skilið.“
,,Þetta er útivöllur í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Ef þetta væri auðvelt þá væri eitthvað að keppninni.“