fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Jón Dagur segir mál sitt blásið upp – ,,Ég er ekki heimskur og ég vona að þú sért ekki heimskur“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 5. apríl 2022 13:50

Jón Dagur með móðir sinni Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður danska úrvalsdeildarfélagsins AGF er í ítarlegu viðtali hjá BT í Danmörku í dag. Jón hefur verið á milli tannanna á fólki í dönsku knattspyrnuhreyfingunni en samningur hans við AGF rennur út eftir yfirstandandi tímabil og um nýliðna helgi var hann ekki valinn í leikmannahóp AGF sem varð til þess að hann þakkaði stuðningsmönnum fyrir tímann sinn hjá félaginu.

Sögusagnir hafa verið um það í dönskum fjölmiðlum að Jón hafi brotið heiðursmannasamkomulag við forráðamenn AGF og hafið viðræður við önnur félög í dönsku úrvalsdeildinni. Eitthvað sem Jón sagðist ekki ætla að gera þegar að íslenskir blaðamenn töluðu við hann á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í síðasta landsliðsverkefni í mars.

,,Ég er ekki að reyna komast að hjá öðru dönsku félagi. Ég mun ekki spila fyrir danskt lið á næsta tímabili,“ segir Jón Dagur í viðtali við BT þar sem hann neitar því að hafa gert eitthvað af sér til þess að verðskulda það að vera skilinn eftir utan leikmannahóps.

Mynd/Ernir

Í færslunni sem Jón Dagur birti á samfélagsmiðlum í gær beindi hann skilaboðum í áttina að stuðningsmönnum AGF, þakkaði þeim fyrir árin sem hann eyddi hjá félaginu.

,,Ég veit að það verða ábyggilega einhverjir fjölmiðlar sem segja þetta hafa verið heimskulegt af mér og telja mig hafa gert eitthvað af mér en ég hef ekki gert neitt. Ég kom hingað, æfði og naut mín. Ef þú spyrð Stig (íþróttamálastjóra AGF) eða David (þjálfara AGF) þá munu þeir segja þér að ég hef ekki gert neitt rangt af mér. Það hefur ekkert breyst en fjölmiðlar reyna að kenna mér um eitthvað sem ég hef ekki gert.“

,,Félagið mun aldrei segja bless við stuðningsmennina fyrir mig. Stig stjórnar ekki Instagram reikningi mínum og hann stjórnar því ekki hvað ég segi við stuðningsmennina sem hafa stutt við bakið á mér undanfarin þrjú ár. Ég vildi bara þakka stuðningsmönnunum fyrir þau ár sem ég hef verið hér. Þetta eru samt sem áður ekki endalokin sem ég hafði óskað mér.“

Aðspurður að því hvað hann meini með því að þetta séu ekki endalokin sem hann hafði óskað sér hjá AGF hafði Jón Dagur þetta að segja:

,,Þú veist vel af hverju ég skrifaði þetta. Að sjálfsögðu vill maður ekki vera skilinn eftir fyrir utan hóp síðustu níu leiki sína hjá félaginu, það er ekki það sem ég vildi.“

Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður AGF / GettyImages

Aðspurður af því hvernig hann geti gengið út frá því að hann hafi nú spilað sinn síðasta leik fyrir félagið þegar að níu leikir séu eftir af tímabilinu hafði Jón Dagur þetta að segja:

,,Ef maður hefur séð það sem hann (Stig) hefur sagt þá talar hann um það. Við erum ekki heimskir, ég er ekki heimskur og ég vona að þú sért ekki heimskur. Ef maður horfir á viðtalið við hann þá er það alveg skýrt hvað hann meinar. Við fórum inn í leikinn gegn Vejle með hálft lið og vorum með fimm yngri leikmenn á bekknum. Það eru skýr skilaboð.“

,,Það er ekki ég sem segi að þetta sé búið. Ég fékk skilaboð um það hvernig restin af tímabilinu yrði fyrir mig þannig að ég ákvað að skrifa þakkarkveðju til stuðningsmannanna. Ég hef spilað minn síðasta leik fyrir AGF.“

Jón Dagur segir að þrátt fyrir allan hamaganginn sé ekkert illt á milli hans og AGF eða Stigs. ,,Það er ekki bara Stig sem tók þessa ákvörðun heldur koma margir að henni. Mér er alveg sama hver tók þessa ákvörðun, þetta er búið mál. Þannig er það.“

,,Ég, Stig og David eigum í góðum samskiptum. Ef ég skrifa undir hjá öðru félagi þá verða þeir ábyggilega með þeim fyrstu til þess að frétta af því,“ sagði Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður AGF í Danmörku í viðtali við BT

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Í gær
Hartman í Val
433Sport
Í gær

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Í gær

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast