fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
433Sport

Aron trompaðist í stórleiknum – ,,Það á að vera hiti í þessu“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 30. apríl 2022 21:32

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikið fjör á Hlíðarenda í kvöld þegar Valur tók á móti KR í stórleik í Bestu deild karla.

Valur fór með 2-1 sigur af hólmi í skemmtilegum leik. Kjartan Henry Finnbogason kom KR yfir á 18. mínútu. Patrick Pedersen jafnaði fyrir heimamenn undir lok fyrri hálfleiks. Það var svo Jesper Juelsgard sem gerði sigurmarkið þegar 20 mínútur lifðu leiks.

Lestu nánar um leikinn hér. 

,,Geggjaður sigur. Þetta er perfect byrjun á þessu móti, vinna tvo ágæta leiki og svo KR á heimavelli,“ sagði Aron Jóhannsson, framherji Vals, við 433.is eftir leik. Valur er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.

,,KR voru aðeins sterkari en við í byrjun. En þetta var hörkuleikur, geggjað að fá þrjá punkta í lokin.“

Aron hefur ekki enn tekist að skora fyrir Val í Bestu deildinni en það truflar hann ekki. ,,Nei, núna hjá mér snýst þetta bara um að vinna leiki.“

Framherjinn varð pirraður í seinni hálfleik og uppskar gult spjald. Hann var spurður út í þetta.  ,,Við setjum boltann út af þegar einn liggur hjá okkur og búumst náttúrulega við því að þeir setji hann til baka á okkur. Svo er þetta bara smá æsingur.“

,,Þetta er Valur-KR, stærsti leikur á Íslandi. Það á að vera hiti í þessu,“ bætti Aron við að lokum.

video
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Líklegt að hann verði áfram eftir U-beygju

Líklegt að hann verði áfram eftir U-beygju
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Fylkir kláraði tíu leikmenn ÍBV

Mjólkurbikar karla: Fylkir kláraði tíu leikmenn ÍBV
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kompany hættur og er nú sagður taka við Jóhanni Berg og félögum

Kompany hættur og er nú sagður taka við Jóhanni Berg og félögum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

FH ekki tekið ákvörðun um Eggert eftir nýjar vendingar

FH ekki tekið ákvörðun um Eggert eftir nýjar vendingar
433Sport
Í gær

Skemmdarverk Guðmundar í Kópavogi sáust greinilega í gær – Sjáðu þegar Guðmundur reiddist

Skemmdarverk Guðmundar í Kópavogi sáust greinilega í gær – Sjáðu þegar Guðmundur reiddist
433Sport
Í gær

Bjóða honum að tvöfalda laun sín og þéna 20 milljónir á viku

Bjóða honum að tvöfalda laun sín og þéna 20 milljónir á viku