fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Þekkingin öll farin úr Laugardalnum – „Það er eiginlega bara glæpur“

433
Sunnudaginn 3. apríl 2022 09:00

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um íslenska karlalandsliðið og æfingarleikina gegn Finnlandi og Spáni í íþróttavikunni með Benna Bó sem er á dagskrá Hringbrautar alla föstudaga klukkan 21. Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur um fótbolta, sat í settinu með Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs en þau voru sammála að ungu guttarnir sem hafa tekið við þurfa að stíga upp og taka að sér leiðtogahlutverkið.

„Ég held að við þurfum að fara bakka út úr þessari gleði að við séum að fara inn í alla leiki til að fá einhver úrslit. Óháð þeim vill maður fá frammistöðu og ég held að það sé svolítið sem maður saknar. Að menn hafi trú á verkefninu og fari inn í leikina og gefi allt með gömlu góðu baráttuna. Nú er ég ekki að segja að þeir séu ekki að því en maður vill sjá þá aðeins rífa upp vinnuhanskana og hjálpa hvor öðrum. Leggja sig 100 prósent fram þó þeir séu að reyna að gera sitt besta,“ segir Margrét.

Hún benti á að ótrúlega margt hafi breyst á stuttum tíma og vitneskja og þekking sé horfinn úr klefanum og líka utanvallar. „Það verður erfitt að fylla þau skörð en við þurfum að gefa strákunum tíma og þolinmæði því þeir eru hæfileikaríkir og þegar þeir finna taktinn þá förum við að sjá betri frammistöður og úrslit,“ segir hún.

video
play-sharp-fill

Hörður benti á að þetta hefði verið framhald frá síðustu leikjum. „Ég er ekki viss að við sjáum þetta batna mikið á næstunni. Það eru margir leikmenn með fáa landsleiki og sumir ekki nógu góðir til að spila fyrir landsliðið en svona er bara staðan í dag.“

Hann benti á að það væri ekki gott að byrja í nýju liði og það væri alltaf tap í kortunum. „Við þurfum að fá trú og vonandi gerist það í sumar gegn Albaníu og Ísrael.“

Margrét saknar leiðtoga í liðinu enda margir reynslumiklir menn horfnir á braut. „Það er svo mikilvægt þegar menn geta skipt með sér verkum og hlutverkum. Leiðtoginn finni að það sé líka verið að hvetja hann og manni finnst eins og það vanti að þeir séu að stíga upp og taki við keflinu. Það skiptir engu máli hvort þeir séu búnir að spila fimm eða 20 landsleiki. Þeir eru komnir og eru að spila fyrir A-landsliðið og þetta er svo mikilvægt. Við höfum alltaf, íslensk landslið, farið langt á baráttunni og hugarfarinu, kraftinum og samstöðunni. Það er það sem maður vill sjá skína skærar hjá liðinu.“

Hörður benti á að KSÍ hefði ekki mátt leyfa sér þann munað að losa alla þekkingu utan vallar. „Það er eiginlega bara glæpur. Ég held að það séu stærstu mistökin að leyfa Frey Alexanderssyni að fara úr Laugardalnum. Hann þekkti kvennastarfið út og inn og karlamegin líka. Þar var lykilmaður að halda þessu gangandi.“

Nánari umræðu um landsliðið má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði
Hide picture