fbpx
Miðvikudagur 18.maí 2022
433Sport

Ísland svo langt á eftir öllum þjóðum í kringum okkur – „Þetta er hlægilegt og grátlegt á sama tíma“

433
Sunnudaginn 24. apríl 2022 09:30

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðarhöllin og umræða hana fór fram í Íþróttavikunni hjá Benna Bó á Hringbraut á föstudagskvöld. Höllin og Laugardalsvöllur eru mikið til umræðu þessa dagana.

Handbolta og körfuboltalandsliðin búa við slæman kost og Laugardalsvöllur er á undanþágu.

„Það er spurning hvort framkvæmdarstjóri HSÍ vísi þessum ummælum til aganefndar, það er langt í land. Það er synd að Ásvellir eða Valur séu ekki komin lengra sín með leyfi, að það geti ekki verið þjóðarhöll í einhvern tíma. Laugardalshöll verður ekki í bráð,“ sagði Arnar Daði Arnarson þjálfari Gróttu í handbolta en gólfið í Laugardalshöll hefur verið ónýtt um langt skeið.

„Þetta er hræðileg staða, það er ekkert endilega í dag. Þetta er ekkert ný saga, ég er að þjálfa í Gróttu þar sem kvennalandsliðið var að undirbúa sig undir leik gegn Svíum. Þær þurfa að treysta á að fá tíma einhverstaðar,“ segir Arnar Daði.

Hann sagði frá því að þjálfari kvennalandsliðsins hafi þurft að biðja um leyfi til að hafa æfinguna lengri. „Arnar Pétursson þurfti að biðja um leyfi til að vera fimmtán mínútum lengur. Eins grátlegt eða broslegt og það er.“

„Yngri landsliðin vita ekki á fimmtudegi hvar æfingarnar eru á föstudegi, laugardegi og sunnudegi. Maður sér það alveg þegar fjölmiðlaviðtölin við landsliðsmenn eða þjálfara eru fyrir verkefni eru í Safamýri, Víkinni eða á öðrum stöðum. Við erum með leikmenn frá bestu liðum í heimi þarna,“ sagði Arnar Daði.

Arnór Smárason leikmaður Vals segir Ísland langt á eftir öðrum þjóðum. „Við erum svo langt á eftir öllum þjóðunum í kringum okkar. Við erum að ná í úrslit með þessu, það er virðing á það,“ segir Arnór.

„Við erum búin að vera svo lengi að tala um sama hlutinn, það gerist ekki neitt. Það er ekki boðlegt.“

Arnar Daði endaði umræðuna á þessu. „Þetta er hlægilegt og grátlegt á sama tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar Þór reynir að sannfæra Hólmar um að hætta við að hætta

Arnar Þór reynir að sannfæra Hólmar um að hætta við að hætta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Haraldur og Sævar takast á um refsingar dómstólsins – „Metið mun alvarlegra að fara í höfuð/andlit“

Haraldur og Sævar takast á um refsingar dómstólsins – „Metið mun alvarlegra að fara í höfuð/andlit“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrottaleg líkamsárás fyrir allra augum í gær – Sjáðu hvað gerðist

Hrottaleg líkamsárás fyrir allra augum í gær – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tók höfuðkúpu með sér á völlinn – „Hann hefði verið stoltur“

Tók höfuðkúpu með sér á völlinn – „Hann hefði verið stoltur“
433Sport
Í gær

Fær aðeins eins leiks bann fyrir olnbogaskotið

Fær aðeins eins leiks bann fyrir olnbogaskotið
433Sport
Í gær

Staðan í Grafarvogi kemur á óvart – „Var eiginlega bara sjokkeraður“

Staðan í Grafarvogi kemur á óvart – „Var eiginlega bara sjokkeraður“
433Sport
Í gær

Myndirnar sem umdeildur dómari í Borgarnesi birtir vekja upp stórar spurningar – „Algjört högg“

Myndirnar sem umdeildur dómari í Borgarnesi birtir vekja upp stórar spurningar – „Algjört högg“
433Sport
Í gær

Myndir af Ronaldo í myndatöku leka á netið – Þetta eiga að vera nýjar treyjur United

Myndir af Ronaldo í myndatöku leka á netið – Þetta eiga að vera nýjar treyjur United