fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
433Sport

Fullkominn heimur ef allir væru eins og Birkir – Laumaðist á nuddbekk í vikunni

433
Sunnudaginn 24. apríl 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Már Sævarsson laumaði sér á nuddbekkinn í vikunni, eitthvað sem hann hafði talað um að gera ekki. Frá þessu sagði Arnór Smárason liðsfélagi hans í Val á Hringbraut í gær. Arnór var gestur í Íþróttavikunni hjá Benna Bó.

„Hann er bara eitthvað undur, ótrúlegur maður. Frábær manneskja líka, þetta er Valsari út í gegn. Hann er í yfirvinnu núna þegar úrslitakeppnin er í körfu og handbolta. Hann mætir á alla leiki,“ segir Arnór um hin 37 ára gamla liðsfélagi.

„Hann verður betri með aldrinum, upp og niður vænginn. Hann var að djóka með það að hann er aldrei meiddur, hann sagðist aldrei ætla á nuddbekkinn í ár. Svo er hann aðeins að verða eldri, hann var á nuddbekknum í gær. Það er gaman að vera með honum í öllum þessum liðu og leikjum. Hann á nóg eftir,“ sagði Arnór en Birkir var einnig liðsfélagi hans í Hammarby og í íslenska landsliðinu.

Arnar Daði Arnarson þjálfari Gróttu í handbolta var einnig gestur í þættinum. „Alveg sammála, Birkir Már var mættur á Grótta – Valur í fyrstu umferð. Hann mætir á alla Vals leiki, alla heimaleiki í karla og kvenna. Öll fjölskyldan, það er svo geðveikt að sjá þetta. Ef það væru til fleiri eins og hann, þá væri heimurinn fullkominn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Líklegt að hann verði áfram eftir U-beygju

Líklegt að hann verði áfram eftir U-beygju
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Fylkir kláraði tíu leikmenn ÍBV

Mjólkurbikar karla: Fylkir kláraði tíu leikmenn ÍBV
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kompany hættur og er nú sagður taka við Jóhanni Berg og félögum

Kompany hættur og er nú sagður taka við Jóhanni Berg og félögum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

FH ekki tekið ákvörðun um Eggert eftir nýjar vendingar

FH ekki tekið ákvörðun um Eggert eftir nýjar vendingar
433Sport
Í gær

Skemmdarverk Guðmundar í Kópavogi sáust greinilega í gær – Sjáðu þegar Guðmundur reiddist

Skemmdarverk Guðmundar í Kópavogi sáust greinilega í gær – Sjáðu þegar Guðmundur reiddist
433Sport
Í gær

Bjóða honum að tvöfalda laun sín og þéna 20 milljónir á viku

Bjóða honum að tvöfalda laun sín og þéna 20 milljónir á viku