fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Ummæli Söru Bjarkar vöktu heimsathygli en Arnar segir – „Frekar seint í rassinn gripið“

433
Laugardaginn 23. apríl 2022 07:00

Sara Björk Gunnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur um Evrópumótið í knattspyrnu í vikunni vöktu heimsathygli. Rætt var um málið í Íþróttavikunni hjá Benna Bó á Hringbraut þar sem Arnar Daði Arnarson þjálfari Gróttu og Arnór Smárason leikmaður Vals voru gestir.

„Ég fékk þann heiður að fara á EM kvenna í Hollandi, þar spiluðu þær á þremur glæsilegum völlum. Sérstaklega í Rotterdam, ég man þegar við vorum þar þá var komið í ljós að EM væri á Englandi. Ég held að hvergi hafi sést að það ætti að spila á kvennaleikvangi Manchester City. Auðvitað eru þetta vonbrigði en að sama skapi er þetta löngu komið til kastanna, frekar seint í rassinn gripið að tala um þetta núna. Löngu orðið uppselt,“ sagði Arnar Daði um málið.

Uppselt er á fyrstu tvo leiki Íslands sem fram fara á kvennaleikvangi City sem tekur nokkur þúsund í sæti.

Arnór Smárason segir kvennaknattspyrnu í mikilli sókn. „Það er ágætis kaliber, kvennaknattspyrnan er í þvílíkri sókn. Þú sérð þetta á heimsvísu, uppselt á Camp Nou þegar Real Madrid mætti Barcelona. Ég fór á kvennaleik í Svíþjóð í vetur, 18 þúsund manns á vellinum,“ sagði Arnór um málið.

Arnar Daði telur að UEFA sé ekki að taka þessa ákvörðun til að gera lítið úr kvennafótbolta. „Það hlýtur að vera ástæða fyrir þessu, það er ekki af því bara. Þetta er ekki til að niðurlægja fótboltann, þeir vilja frekar kannski velli þar sem er uppselt. Það hlýtur að vera einhver hugsun á bak við þetta, ég efast um að UEFA sé að þessu til að gera lítið úr kvennaboltanum.“

Arnór Smárason segir að Sara Björk hafi sterka rödd eftir magnaðan feril. „Mér finnst hún hafa unnið inn fyrir því með þeim ferli sem hún hefur átt, hún fær meiri og meiri virðingu. Ein af bestu knattspyrnukonum í heimi og með platform til að koma sinni skoðun á framfæri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rúnar Már mættur í ÍA

Rúnar Már mættur í ÍA
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
433Sport
Í gær

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Í gær

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Í gær
Hartman í Val